Hreinsun Engeyjar

08 sep 2019 13:35 - 08 sep 2019 13:39 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsun Engeyjar
Fyrir þá sem hafa tök á að koma í hreinsunina í Sandvík 13. sept:

Þér og þínum er boðið sæti í rútu sem leggur af stað frá Ráðhúsi Reykjavíkur kl.09:00. Áætluð heimkoma er um kl. 15:00. Sendiráðið býður upp á hressingu á staðnum.

Mikilvægt er að staðfesta þátttöku sem fyrst á svo hægt sé að áætla hvað við þurfum mikið af mat og drykk. Fyrir þá sem mæta á einkabílum er ætlunin að hittast kl. 10:00 við Sandvík.

https://www.facebook.com/events/2406237372982213/


Ætla að skella mér. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2019 11:09 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hreinsun Engeyjar
Mikið rétt. Og þau fúskuðu ekki í þessari deildinni, enda verða verkefnastjóri fornleifa hjá Reykjavíkurborg og eftirlitsmaður UST á vettvangi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2019 21:26 #3 by Gíslihf
Hreinsun Engeyjar was created by Gíslihf
Sammála er ég því að þetta er gott og þarft framtak. Ég minnist þess einmitt eftir að hafa gengið um Engey að það er ekki hættulaust, svo mikið drast leynist í grasi og milli þúfna þar.
Það er þó gott að hafa í huga að með hreinsunum í sögu ríkja hefur mörgu góðu verið fargað, bæði fólki, fé og meningararfi. Það sama gæti gerst ef ákafinn við hreinsun Engeyjar er of mikill að menningarminjum yrði fargað.
Það vantar þess vegna einn aðila í þennan öfluga hóp - Borgarsögusafn.

Kveðja  - GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum