Hraðakstur á Eiðinu

29 ágú 2019 12:39 #1 by Gíslihf
Vegurinn út í Geldinganes hefur verið endurnýjaður en þar fara fram einhverjar framkvæmdir. 
Ég kom um kl. 16:30 til að halda námskeið, lagði í sandinn rétt neðan við veginn, enda stórstraumsflóð og lítið pláss.
Heldur varð mér bylt við þegar bíll kom frá Geldinganesi eftir Eiðinu á miklum hraða, ég giska á 60-70 km/klst.

Þarna erum við oft að bera kajaka okkar yfir, leggjum við veginn og erum að taka kajak af bílum. Staðurinn er vinsæll af fólki með börn og hunda, sem hlaupa yfir veginn beint niður í fjöru um leið og bílarnir nema staðar og dyr eru opnaðar.

Er þetta í lagi - eða getum við gert athugasemd?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum