09-11 ágúst – Breiðafjörður

06 ágú 2019 19:30 - 09 ágú 2019 10:02 #16 by ValgeirE
Við Hrefna mætum

Kv.Valgeir
S.780-4077

Breyting => Við Hrefna mætum EKKI

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2019 10:58 #17 by Larus
Veðrið lítur út fyrir að verða fínt um helgina - því er ekkert annað i kortum en að við förum.
Athugið að skrá ykkur hér á korkinum,  nema ykkur sé fyrirmunað að skrá ykkur inn  þá látið vita með öðrum hætti - nafn og gsm þarf að koma fram

Mætið tímalega til að verða sjóklár kl 17.00.

Ef einhver hefur laust pláss og vill taka félaga  endilega látið vita hér.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2019 22:18 - 04 ágú 2019 22:24 #18 by sveinnelmar
Ég reikna fastlega með að mæta. 
Sveinn Elmar
S 8611978

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2019 16:01 #19 by indridi
Ég mæti.

Kveðja,
Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2019 13:16 #20 by gsk
Mæti,

GSK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2019 10:45 #21 by Þormar
Mæti
kv. Þormar
824-0131

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2019 22:25 #22 by Larus
hæ Sarah

í skipulagða ferð á vegum klúbbsins er hægt að fá lánaðan klúbb kayak.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2019 12:50 #23 by sarahm
mig langar að mæti. Get ég legja eða launa kayak?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2019 21:38 #24 by Larus
                                          
Sjósett i Stykkishólmi kl.  17:00 föstudag,
beygið til hægri við Bónus og akið Borgarbraut á enda og áfram slóða yfir tún til sjávar,
þar geymum við bíla og förum út.
Á föstudag róum yfir Breiðasund og tjöldum í Hrappsey.

Að morgni laugardags tökum við niður tjöld og skoðum svæðis norðan Breiðasunds 
áður en við förum aftur yfir sundið  og áleiðis til Öxneyjar þar sem við tjöldum aftur.
Skoðun og útúrdúrar verða spunnir á staðnum, allt eftir aðstæðum og getu hópsins.

Á sunnudag höldum við til Stykkishólms og skoðum strauma og eyjar á leiðinni.

Alls reiknum við með 35-45 km róðri

Allt vatn skal hver og einn taka meðferðis heiman frá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring,

Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og
að ekki liggi neitt eftir.

Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og
traustum dekklínum allan hringinn.


Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast
kröfur klúbbsins um getu til að takast á við 3 þriggja ára ferð samkvæmt
skilgreiningum klúbbsins, sjá hér að neðan:

Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langarvegalengdir eru milli landtökustaða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir
að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á
dag.



Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinum i þessum þræði, gefa skal upp nöfn þátttakenda og símanúmer.

Umsjón og upplýsingar veita: Guðni Páll 664 1264 og Lárus 822 4340

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum