Er veltan nauðsynleg?

08 júl 2019 23:10 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Er veltan nauðsynleg?
Öryggisfáni. 
 Hvernig bjargar maður  sér með öryggisfána- kominn í sjóinn og laus frá bátnum ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2019 18:43 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Er veltan nauðsynleg?
Hvort sem veltan eða félagabjörgun verður fyrir valinu sem raunhæft úrræði, þá er úrslitaatriði að hafa öryggisfána. Hann sést bara mjög illa á hvolfi. Eiginlega allsekki. En þeir eru ódýrir. Það eru  kostir og gallar...
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2019 14:15 - 08 júl 2019 14:15 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Er veltan nauðsynleg?
Hjá eskimóun var kunnátta og leikni við veltuna lífsnauðsyn. Þetta voru veiðimenn með skutlum og síðan að koma veiðinni í land .
Þá var að mörgu að huga í einu og stutt í að fara yfirum- þá nýttist veltan vel.
Sjáfur gerði ég nokkar atlögur að þjálfa veltu - en minn bátur var og er það stöðugur að báturinn reyndist afa erfiður í svoleiðis.
Ég lagði því alla áherslu á árina og mitt eigið jafnvægi í bátnum - til að hindra hugsanlega veltu - sem enginn vissa að veltuþjálfun   myndi duga við erfiðar aðstæður
Þetta fyrirkomulag dugði mér alla mína kayak tíð og aldrei valt ég- á mínum 8500- 9000 km róðrum í beytilegu sjó og vindálagi.
Það næsta sem ég komst því var í félagsróðri eitt sinn vegna þrengsla milli báta og erfitt með áralag.
Veltukunnátta útheimtir stöðuga æfingu og við erfiðar aðstæður- ef gagn á að vera að.--- finnst mér. :-)
Félagabjörgun er málið-eða áraflotið sem ég lagði áherslu á þó aldrei nýttist það mér

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 júl 2019 17:45 - 07 júl 2019 17:51 #4 by Gíslihf
Veltan er vörumerki kajakróðurs í hugum fólks. Það er veltan sem er áhugaverð en um leið kvíðvænleg ef ræðarinn hvolfir og getur ekki losað svuntuna. Þrátt fyrir þetta er veltan sjaldan notuð og ræðarar þurfa að æfa sérstaklega til halda færninni við. Sumir vanir ræðarar og félagar okkar sjókajakræðara segjast aldrei þurfa að nota þá færni að geta velt sér allan hringinn. Hvað er rétt í þessu efni?

GG selur SOT veiðibáta og einn helsti söluhvatinn er að ekki þurfi veltukunnáttu við notkun þeirra og svipað er að sjá nú þegar Epic surfskíði eru auglýst. Svo eru það þeir félagar sem hafa róið þúsundir km og þurftu ekkert að nota veltuna. Velta óvænt og óviljandi gerist oft á straumkajak en sjaldan á sjókajak og þjálfun í jafnvægi og áratækni, einkum stuðningsáratökum, getur komið í veg fyrir veltu oftast nær. Þá sjaldan að það gerist er oftast félagi nálægt og getur beitt félagabjörgun. Flugmenn æfa ofris í allmikilli hæð til þess að þekkja hvenær hættan er nálæg og til þess að það komi aldrei fyrir síðar meir. Það er svolítið þannig með veltu eða nærri því veltu og stuðningsáratök til að stöðva ferlið.

Þrátt fyrir þetta kennum við veltu og flestir sækjast eftir að ná þeirri færni. Það er skemmtilegt, það er krydd á þetta skemmtilega sport, það eykur öryggistilfinningu og vellíðan í ólgusjó, það kemur sér vel við ýmsar aðstæður sem annars væri rétt að halda sig fjarri og það getur orðið manni til bjargar, enda þótt hægt sé að vera án veltunnar mesta hluta tímans.

Kajakskólinn verður með framhaldsnámskeið í ágúst  - kajakskolinn.is/skraning/  -   þá verður áratækni kennd og veltan í framhaldi af því, þetta tvennt þarf að fara saman.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum