Hringróður 2019

23 maí 2019 09:06 #61 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Hringróður 2019
Það eru nú heldur betur góðar fréttir fyrir okkur kayakfólk. Takk fyrir þetta Sævar, það er ávalt spennandi að fylgjast með svona þrekvirki í beinni nánast. 
Og nú mun heldur betur auka á spennu við þessar fréttir. Ég er byrjaður að popp fyrir morgun daginn :) 

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2019 18:28 - 22 maí 2019 18:30 #62 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú erum við Veiga orðin róðrarvinir og verðum í góðu sambandi á meðan róðrar umhverfis Ísland -vara.
Það er ekki lítið.
Þannig að hér eftir verða svona smápóstar vel upplýstir - beint úr raunveruleikanum - þó inn á milli komi róðrarspár - í upphafi róðra 

Samkvæmt viðtali við Veigu áðan þá var róðurinn frá Flatey í Hólminn góður- fallastraumar skiptust á veita velvild.
Vindur var 4-7 m/ sek út Gilsfjörðinn og því á hlið og 3 ja feta alda ( < 1 meter) 
En við fáum alla ferðasöguna á þessum legg frá Patreksfirði í Stykkishólm- á  vefnum: veiga.is /blogg - það verður spennandi
Örlygur réri með Veigu frá Ísafirði í Stykkishólm  en yfirgefur róðurinn núna og heldur suður.
Og nú er róðrarfrí á morgun og fyrirlestrarhald hjá Veigu í Hólminum

Meira síðar :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2019 09:38 #63 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Fékk póst frá Veigu í morgun þar sem hún lýsir ánægju með þessa pósta sem ég hef verið að setja hér inn.
Svoleiðis að mér er óhætt að róa svolítið áfram með henni hér á Kayakklúbb-póstinum. 
Hver þróunin verður er bara eins og með hringróðurinn-hver áfangi er sjálfstæður :-)

Veiga var árrisul í morgun- lagði upp frá Flatey kl 7:30 í morgun - þá var ennþá aðfall inn Breiðafjörðinn og smá andvari út Gilsfjörðinn
Sjólítið 0.5 m. ölduhæð  og vindur af A 4-7 m/sek og því á hlið en þó aftanstæður á skutinn

Og núna kl 9:30 er Veiga að nálgast Bjarnareyjar  með loka stefnu á Stykkishólm á > 6 km/klst róðrarhraða

Seinnihluta róðurs fer að bæta í vindinn en þá er komið skjól af eyjunum í Hvammsfirði.

Róðurinn er greinilega í góðri samvinnu við náttúruöflin á Breiðafirði :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2019 14:38 - 21 maí 2019 14:39 #64 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Ekki veit ég hvort það er siðlegt að vera að þessu blaðri hér með þetta spennandi verkefni hennar Veigu

En samt- nú er greinilega merkur áfangi framundan- sjálf Flatey á Breiðafirði
Eftir gott stopp eftir hádegi á Svörtumelum á Barðaströnd  - þá er hún komin af stað í upphafi aðfallsstraumsins inn Breiðafjörðinn
Það er komið hægviðri eftir hvassviðrið í gær

Sum sé, stefnan er núna réttvísandi á bryggjuhausinn - í Flatey :-) mikil þverun á hafi úti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2019 22:01 - 20 maí 2019 22:01 #65 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Það er gaman að fylgjast með henni Veigu á hringróðrinum 
Það hefur verið strembinn róður hjá henni frá Sjöundá við Rauðasandi í daq- þó hún hafi notið aðfallsins inn Breiðafjörðinn
6-15 m/sek af austri og því á móti- hefur tekið á.  17 km á > 5 klst- segir það.
En komin á Barðaströndina .
Þegar hún gefur sér tíma í að skrifa á bloggið sitt - verður gaman að lesa hennar lýsingu á þessum róðrarlegg-og kannski sjá myndir  :-) 

Þetta er spennandi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2019 15:50 - 19 maí 2019 15:52 #66 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú er skriður á henni Veigu með Látabjarginu -á aðfallsstraumum inn Breiðafjörðinn.
Þetta náttúruafl nýttu forfeðurnir við skreiðarflutninga frá Hvallátrum og inn til Flateyjar- um aldir- að taka aðfallsstrauminn inn Breiðafjörðinn
Á stórstreymi þurftu þeir sjaldnast að róa- straumurinn réð ferð :-)   
Gaman að þessu- að fylgjast með Veigu -vonandi fær hú bjart til myndatöku þarna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2019 17:15 - 18 maí 2019 17:15 #67 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Hringróðurinn hjá henni Veigu byrjar afar vel.  Greinilega vel skipulagðir áfangar 
Góð náttúrufarslýsing á róðri frá Örlygi. 
Og nú er Veiga farin að færa pistla inná síðuna "veiga.is"  Góðir og lýsandi pistlar
Sum sé : Hreint afbragðs kort með föstum róðrarferlum eftir því sem för miðar áfram- á rauntíma
Og fá svo eftir áfangana - þegar tími gefst til, náttúrufarslýsingar á róðraráföngum- og myndskreytt.

Þetta er stórveisla fyrir okkur hin að fá þetta heim - hvar sem við erum stödd í heiminum.
Takk fyrir þetta.

Og nú er kominn seinni fiðringur í mig að ýta kayak á flot og taka nokkur áratog-eða fleiri :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2019 00:26 - 17 maí 2019 00:30 #68 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hringróður 2019
Þá skal ritað að 30 rándýrir km komu í hús á þessum degi. Sjósettum kl. 09 50 frá Selárdal eftir úrhellisrigningarnótt. Fyrst gekk róður svo vel að það var allt því afslappandi. Útfallið sprautaði okkur á 10 km hraða vestur fyrir Kópinn og þar lágu Tálkna- og Patreksfjörður fyrir stafni, myndarleg þverun uppá 18 km heim í Hænuvík. Og lauk þar með meðbyr því nú tók við ótætis puð í SA kalda og tveggja til þriggja feta vindöldu. Þessir 18 km tóku 3.45 klst. Á 60 mín vegferð hurfu síðan öll kennileiti í súldardrullu og ekkert að sjá nema Veigu á  sínum mergjaða Rockpool Taran 16 sem var á algerum heimavelli í þessu. En þetta er bara svipmynd af þessu mikla verkefni, mikil forréttindi að fylgjast með þessu öllu saman. Þvílíkt sjóskip, þvílíkur ræðari.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2019 22:20 #69 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Hringróður 2019
Stór dagur fyrir okkur kayakfólk.
Fyrsta transkonan sem rær hringinn, fyrsti einstaklingurinn sem fer á móti straumnum og aðeins þriðji Íslendingurinn sem tekst á við þetta gígantíska verkefni.
Hlakka til að fylgjast með og styðja Veigu.
Vona að sem flestir hafi tök á að róa með henni stuttan spotta eftir aðstæðum og getustigi.
ÁFRAM VEIGA 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2019 20:12 - 14 maí 2019 20:40 #70 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú eru tímamót. 
Um 10 ár eru síðan  Íslendingurinn, Gísli H. Friðgeirsson lagði upp í hringferð um Ísland á sjókayak
Nokkrir erlendir ævintýramenn og konur höfðu sigrast á þessari miklu þraut um eitt erfiðasta sjó og verðrasvæði heims.
Þetta var mikið ætlunarverk hjá Gísla.  Við nokkrir kayakfélagar í Kayakklúbbnum gerðumst bakvarðarsveit Gísla og sem fylgdumst með honum úr fjarlægð
Og gáfum upplýsingar um veðurhorfur,sjólag og að vera stökusinnum í símasambandi- þegar tengingar tókust.
Einnig fylgdumst við með Spot tækinu sem hann var með á kayaknum og sýndi ferill hans og staðsetningu - stundum- ef samband við gerfihnöttinn náðist -en hann var staðsettur yfir mjög suðlægum breiddargráðum og því lágt á lofti fyrir Ísland..  oft hvarf Gísli okkur "sjónum " klukku tímum saman:
Udirritaður var í eins miklu sambandi við Gísla, spotttækið og sjávar og veður guðina sem kostur var og kom upplýsingum daglega um gang mála hér á Korkinn.
Allt var þetta mjög frumstætt fyrir okkur bakverðina -miðað við þá tækni sem nú er- korkurinn eiginlega ónothæfur- en samt var hakkað sig áfram með skilaboð dagsins :-)

Nú er öldin önnur
Kona er að leggja upp í hringróður um Ísland og rær á móti straumrásum- það er nýtt og hefur ekki verið gert áður.
Við skoðun á upplýsingamiðli hennar hér á vefnum hafa orðið stórstígar framfarir við leiðaritun á samtíma og ferðin verður þar á öllum stundum-til skoðunar 
Allt á rauntíma og nú eru það GPS gerfitunglin sem aldrei bregðast með stað og tíma og sýnt á nákvæmu Íslandskorti -allt merkt Garmin.
Þarna er gríðarleg bylting frá árinu 2009 en þá varð að safna saman upplýsingum hér og þar og færa það svo ínn á kort og birta á þessum kork - sem næst raunstöðu.
En þetta ævintýri er samt alltaf jafn spennandi fyrir okkur sem erum fjarri ræðaranum 
Nú fylgjumst við með henni Veigu Grétarsdóttur takast á við strauma,öldur og lendingar á eyðistöðum - og stundum á eyðisöndum..

Góða og heillaríka sjókayakferð hringinn í kringum Ísland- á móti straumnum - Veiga- við fylgjumst með :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2019 09:49 #71 by Andri
Replied by Andri on topic Hringróður 2019
Þetta verður spennandi.
Góða ferð Veiga!

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2019 08:56 #72 by Klara
Replied by Klara on topic Hringróður 2019
Takk fyrir þessar upplýsingar Guðni.
Þetta er frábært framtak hjá Veigu sem verður gaman að fylgjast með.

Áfram Veiga og gangi þér vel!
Við tökum vel á móti þér þegar þú kemur til Reykjavíkur. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2019 21:40 #73 by Guðni Páll
Jæja þá er komið að því 3 Íslenski hringróðurinn er að bresta á.

Veiga leggur af stað kl 10:00 á morgun frá Ísafirði.
Planið er að komast á Ingjaldssand á morgun, veður er nokkuð hagstætt fyrir næstu daga eins og þetta lítur út núna í kvöld.
Örlygur er fyrir vestan og ætlar að róa með Veigu eitthvað áleiðis suður, betri félaga er varla hægt að fá með sér til að byrja með og það er bara hið besta mál.
Spennandi tímar framundan hjá okkur kayakfólki í sumar.

Fyrir ykkur sem viljið vita meira um þessa ferð.

Heimasíða
veiga.is/

Trackið 

eur-share.inreach.garmin.com/veiga  

Facebook
www.facebook.com/Against-The-Current-Iceland-2221697217853936/


kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum