Hringróður 2019

10 jún 2019 20:52 - 10 jún 2019 20:52 #16 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Grindavík 
Lendingarlína og staðsetning Veigu í innkomu til GrindavíkurÞá er lokið róðrinum frá Básendum við Stafnes um Reykjanesröstina og til Grindavíkur
35 km leið .
Nokkur stopp á leiðinni enda afar myndræn leið einkum kringum Reykjanesvita
Nú er Veiga sum sé komin á Suðurströndina

Til lukku með það :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2019 12:44 - 10 jún 2019 12:53 #17 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Básendar-Reykjanesröst- Grindavík

Básendar norðan Hafna
[/b]

Eftir næturdvöl í Kuðungavík í Básendum á Reykjanesi -lagði Veiga upp klukkan um 12:00
Og nú stefnir hún suður með Reykjanesröstinni - það er útfall og því hefur hún strauminn á eftir
Það er bullandi lens- vindur er gola af suðri og sjólaust- sól og hiti um 12°C

Reykjanesröst-Reykjanestá


Og róðurinn liggur fyrir Reykjanestá -Reykjanesvita. Þar er er ein af þessum miklu röstum um annesin okkar
Í vondum veðrum er Reykjanesröstin varasöm litlum skipum einkum þegar veður fer á móti straum
En í svona verðri eins og Veiga fær þarna um er allt í góðu en samt- röst.

Grindavík


Og frá Reykjanestá liggur leið Veigu með Suðurströndinni- því langa og magnaða svæði með hafnleysum og eyðisöndum.
Það eru spennandi róðrar framundun hjá Veigu- hringfara um Ísland -fyrst kvenna.

Heildarróður í dag er áætlaður 35 km.

En róðurinn í dag má sjá á www.veiga.is- njótð þess :-)

Myndir eru fengnar að láni af netinu sem er öllum opið.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2019 12:07 - 09 jún 2019 22:54 #18 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Vogar-- Garðskagi--Hafnir

Vogar á Vatnsleysuströnd
[/b]   

Núna kl 11:10 lagði Veiga upp frá Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hún hefur verið veðurteppt
frá 7 júní 
Nú er vindur 9-11 m/sek af NA og er að byrja að lægja
Hiti er um 11 °C
Sjór er um 0,7 metra ölduhæð af NNA-fer minnkaldi eftir hádegi í um 0,5 metar öllduhæð
Útfallsstraumur
Nú er stefna á Garðskagavita með landinu

Garður á Garðskaga
[/b]   

Þegar Veiga fer fyrir Garðskaga er spáin um 5 -8 m/sek af NNA og alda með sömu stefnu
Það verður því gott lens í Hafnir

Hafnir á Reykjanesi


Frá Vogum á Vatnsleysuströnd,fyrir Garðskaga og í Hafnir er um 40 km róður:

Það er því gaman að fylgjast með Veigu á róðrinum á www.veiga.is

Þetta eru svona spádómar síðuskrifara um áætlaða ferð- en síðan segir Veiga okkur alla söguna-síðar :-)

PS kl 22:30 

Nú er Veiga lent norðan við Hafnir  - í Básendum  þar sem heitir Kuðungavík
Básendar eru frægir í Íslandsögunni -en 9.janúar 1799 var þar gríðarlegt sjávarflóð sem braut hús og varð af mannskaði og skepnur fórust
Þá var Konungsverslun þarna og eyðilagðist hún í þessu hamförum-sem er þekkt sem Básendaflóðið. Reyndar varð mikið tjón á Suður og Vesturlandi.
M.a hvarf sjávargarðurinn sem umlukti Seltjörn við Gróttu og Seltjörn hvar úr sögunni.
Vonandi fær Veiga þurrt og blítt þarna :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2019 16:16 - 09 jún 2019 12:15 #19 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Hafnir á Reykjanesi

   
[/b]

  Heyrði í Veigu í morgun þar sem hún er stödd í Vogum á Vatnsleysuströnd
Veðurútlit fyrir róður fyrir Garðskaga var ekki ásættanlegt - vindur á móti var að færast
í aukana 8-13 m/sek af norðan og því auk vindsins- mikill sjór.

Í fyrramálið er bæði sjór og vindur einkar hagstætt þessa leið .

Og planið er að leggja upp frá Vogum um kl 11:00 og róa fyrir Garðskaga og allt í Hafnir.

Og þá er orðið stutt fyrir Reykjanestá.
Veðurútlit fyrir mánudag er gott

En sum sé Hafnir á morgun :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2019 11:00 - 07 jún 2019 22:20 #20 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Vogar á VatnsleysuströndÞegar ég leit út um stofugluggann minn um kl 3:50 í morgun- eftir miðnæturpissið
Þá blasti allur Flóinn við mér og sjórinn með Ströndinni alveg útfyrir Garðskaga ,stilltur og fallegur.
Nú ætti hún Veiga að vera á róðri í átt að Garðskaganum-flaug um hugann .
Síðan sofnaði ég aftur.
Og þegar ég leit á símann minn um kl 10:00 sá ég meldingu þar frá henni Veigu.
Hún hafði lagt upp frá Stóru -Vatnsleysu kl 4:42 þegar aðfall var að byrja og í þessu næturveðri sem mér þótti svo fallegt. :-)
Og kl 7:46 er Veiga lent í Vogum eftir 14,8 km róður 
Mesti hraði á róðrinum var 12 km/klst en meðalferð 4,8 km/klst.
Nú er norðanáttinn búin að taka sig upp á ný, en ekki eins hvöss, en samt alda á móti til Garðskaga
Í nótt verður frábært veður til róðra -hægviðri fram undir hádegi.

Þetta er spennandi kemst Veiga fyrir Reykjanesið um þessa helgi ?

Ps  kl 22:15
Nú er Veiga búin að setja ferðasöguna af þessum ævintýraróðri frá Grótti í Vatnsleysuvík og þaðan í Voga- það hefur verið upplifun
Lesið það. á ferðavefnum hennar  :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2019 15:55 #21 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Veiga í fjörunni í GróttuNú er hún Veiga lögð upp í sinn fjórða róðrarlegg á leið sinni um Ísland
Veiga lagði upp frá fjörunni í Gróttu kl 10:40 í morgun.
Það var norðanátt -5- 12 m/ sek talsverður sjór en hörku lens. 11 °C hiti.

Stefnan var sett á Vatnsleysuvík á Vatnsleysuströnd.-19 km róður
Það var að byrja útfallasstraumur sem bættist við norðanáttina og ölduna
Það munaði - meðal hraðinn var 6.5 km /klst en mesti hraði 13.2 km /klst.  flott skrið :-)

Og lendingin í fjörunni neðan við svínabúið " Stóru-Vatnsleysu.

þetta hefur verið flott  á góðu lensskipi
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2019 12:51 - 02 jún 2019 17:51 #22 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Það var skemmtilegt í gær að taka móti Veigu þegar hún tók land í Gróttu eftir 20 km róður þvert yfir Flóann frá Akranesi
Tveir valinkunnir ræðarar réru heiðursróður með henni þeir Guðni Páll og Eymundur I.
Það voru hressir kayakræðarar -sem við nokkur hópur -  tókum á móti í fjörunni í Gróttu
Nú á Veiga eftir að róa fyrir Reykjanesið og þá blasir Suðurströndin við með öllum sínum söndum og straumum.
Veigu gengur alverg ótrúlaga vel með róðurinn mikla 
Á hálfum mánuði er hún komin vestan frá 'Isafirði og til Reykjavíkur
Veður ,haf og landið hefur verið henni einstaklega gott .

Ég var einn í hópnum sem tók á móti Veigu og róðrarfélögum í gær og smellti nokkrum myndum -af.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2019 00:21 #23 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Hringróður 2019
Veiga ásamt föruneyti stefna á þverun frá Akranesi yfir á Gróttu á morgun kl 10 og áætlaður komu tími gæti því verið 13:30-14:00 ef allt gengur vel. Gaman væri að sjá kunnuleg andlit á Gróttu þegar þangað er komið.

Hægt er að sjá track hérna

www.veiga.is

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2019 22:23 - 30 maí 2019 22:55 #24 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú fer síðuskrifari árla morguns á sjó og verður allan daginn við að afla matfanga 
Það verða því ekki slegnir stafir hér á morgun, af mér. 
 En samt eru settar hér inn gamlar minningar og nokkrar myndir til skemmtunnar 

Þar sem Veiga og Guðni Páll eru nú þann 31.maí  að fara um eitt skemmtilegasta róðrarsvæði á sjó hér við land -eyjaklasana undan Mýrum á Álftanesi - er þessi pistill helgaður því svæði.

Í árdaga nútíma sjókayakróðra um og upp úr 2000 voru flestir frumherjar í þessu
sporti.
Áhuginn var einkum tengdur náttúrunni -þar sem enginn komst um- nema á bát og það
grunnristum. 
Sjókayakinn varð kjörgripur í svoleiðis ferðalög.

Það voru því einkum náttúruunnendur og svoleiðis fólk sem laðaðist að ferðum á
sjókayak .
Að róa um heillandi eyjar, grunnsævi, innanum iðandi fuglalíf og gróður, sjávarbjörg - það
tók okkur föstum tökum-frumherjana.

Öll þekkjum við að róa um Sundin blá ,en við bættum Hvalfirði við og síðan urðu Mýrar á Álftanesi að stað sem heillaði umfram alla aðra.

Það var stutt að fara úr bænum og því dagsferðir ágætar en helgarferðis urðu
samt vinsælli.
Þegar varptími fugla var um garð genginn – komum við-og rérum um svæðið -hér og
þar.

Við vorum fyrst og fremst heilluð af náttúrunni- minna fór fyrir spekúlasjónum
um kayakinn og undur hans við allskonar listir-það var eiginlega óþekktur akur
og því ekki stundað- það tók við síðar

Hér eru nokkra myndir frá þessu svæði .

Í Hjörsey horft í austur


Kaffipása í Hjörsey

 
Hvíld og spjall í Hjörsey
 

Róið með Knarrarnes eyjumKnarrarnes -fuglabjörgGóða skemmtun fyrir sumarið :-) 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2019 21:58 #25 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hringróður 2019
Akra lending og tjöldin upp komin. 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2019 09:51 - 30 maí 2019 18:43 #26 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú er flottur dagur á sunnanverðu Snæfellsnesi - hægviðri til lofts og sjávar
Flottur róðrardagur 

Var að spjalla við Veigu núna áðan.
 
Það er kominn gestur til hennar sem ætlar að róa með henni áfram -um stund
Sá heitir Guðni Páll , hringfari um Ísland 2013 ... :-)

Þau eru nú að gera sig klár fyrir róður dagsins og verður sjósett ,fljótlega

Leiðin framundan er ægifögur - fjallasýn mikil og fuglalíf mikið

Nú er spurning hvað þessar róðrarkempur róa langt í dag- Akrar ???

Kl 18:15 
Nú stefna þau Veiga hringfari og Guðni Páll fyriv. hringfari  þráðbeint á lendingarstaðinn á Ökrum -svo ekki skeikar gráðu
Þau eiga eftir um 11,5 km róður og miðað við róðrarhraðann lenda þau á Ökrum um kl 20:30 í kvöld
Vindur er N aftanstæður á hlið 7-10 m/sek

Mynd : Akrar á Mýrum -vinsæll áningastaður hringfara um Ísland :-)Mynd af netinu með leyfi Mats Wibe Lund , ljósmyndara 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2019 19:51 - 30 maí 2019 09:38 #27 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Já, Veiga er lögð upp frá Arnarstapa. 

Veður hefur hamlað för fyrr enn nú að hún leggur af stað á aðfallinu -austur með Snæfellsnesi-á háfföllnu
Hversu langt hún fer í þessum áfanga er óljóst
Það eru 7-11 m/sek að mestu á hlið -norðanátt. . Að Búðakletti er hún á góðum hraða 7 km /klst og hefur skjól af Búðakletti
Sennilega hefur hún meira skjól af landinu þegar framhjá Búðakletti er komið og það er  sól yfir Snæfellsnesi 

Það lygnir með nóttinni og því stóra spurningin- verður þetta næturróður  ? :-)

Kl 22:30

Veiga tók land á Búðum og er nú lögð af stað aftur og stefnir austur með Snæfellsnesi- veðrið er að mestu gengið niður .

Meir á morgun :-)

Hótel Búðir þar sem Veiga tók róðrarpásu :-)

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2019 19:03 - 29 maí 2019 19:06 #28 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hringróður 2019
Veiga sjósetti áðan, kl 18.45 frá Arnarstapa með beina stefnu á Hraunlandarif. Og síðan áfram. Toppmál.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2019 19:36 #29 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Hún Veiga er með magnaða ferðasögu frá róðrinum fyrir Svörtuloft á ferðasögu blokkinu á síðunni sinni
Þetta hefur verið innihaldsríkur róður um eitt erfiðasta og varasamasta svæði , sennilega á öllum hringróðrinum

Endilega njótið þess að róa með Veigu þessa leið á ferðablogginu hennar :-)veiga.is/2019/05/28/annar-hluti-af-legg-...part-of-third-phase/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2019 09:08 - 27 maí 2019 22:25 #30 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú er merkum áfanga náð hjá , Veigu- að róa fyrir Svörtuloft-fyrir Jökul
Eftir ferðaferlinum á kortinu hefur henni gengið mjög vel -stoppað í Skarðsvík áður en hún lagði upp í róðurinn fyrir Svörtuloft
Síðan í einum áfanga í Dritvík með smá stoppi þar og að lokum á Hellnum fyrir lokaáfangann að Arnarstapa þar sem þessum róðri lauk
með glæsibrag -46,4 km leið -kl 8:47 í morgun-hennar fyrsti næturróður.
Ástæða til að óska Veigu til lukku með þetta -en þessi róðrarleggur fyrir Jökul er einn af erfiðustu stöðum á róðrinum umhverfis Ísland.

Meira síðar þegar ég hef heyrt í afrekskonunni :-)

PS kl 19:30
Ég var að heyra frá Veigu þar sem hún dvelur nú á Arnarstapa á hóteli í hvíldarpásu -tengt óhagstæðri veðurspá á morgun NNA > 12 m/sek og þá með hvassari sveipum yfir Snæfellsfjallgarðinn- útlitið á miðvikudag er hagstætt til róðrar

Róðurinn í gær og til morguns í dag var í heild sinni um 60 km með smástoppi á Hellissandi- lengsti róður í ferðinni

Það var mikið pælt í veðurkortum og ölduspám ásamt sjávarföllum - fyrir róðurinn með Svörtuloftum og á Arnarstapa-í gærkvöld
Og að öllu samanlögðu var útlitið gott með að leggja upp um og eftir miðnætti í gærkvöldi.
Vindurinn var í bakið, sjávarföllin- alla leiðina- hagstæð-en verulegur vafi var með ölduna seinnihluta leiðar -hversu erfið hún reyndist..

Allt gekk þetta eftir og þegar komið var fyrir Malarrif var aldan orðin 1-1.5 m á hluta leiðar að Arnarstapa.

Yfirleitt gat Veiga haldið 6-7 km/klst róðrarhraða-en á seinasta hlutanum að Arnarstapa þurfti að taka á.


Mynd : Frá Arnarstapa Mynd fengin að láni af netinu 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum