Gullmerki SÍL

08 maí 2019 10:27 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Gullmerki SÍL
Dagsetningin rétt hjá Gísla, þetta var á silglingaþingi SÍL tveim dögum eftir aðalfund Kayakklúbbsins. Ég fékk þann heiður að fá að næla merkinu í skyrtuna hans Gísla og þakka fyrir að hann var ekki í þurrbúningnum :)
Sjá nánar hér:
silsport.is/

Óska Gísla til hamingju með gullmerkið og ég veit að þetta eru alls engin skilaboð um að nú sé tími til að hætta eins og var hjá tengdaföður hans hjá Kassagerðinni. Það er gaman að því hvað SÍL fylgist vel með starfssemi Kayakklúbbsins og þar á bæ var tekið eftir hvað Gísli hefur gefið okkar sporti mikið í gengum tíðina, bæði með fræðslu og hvatningu. Ég held að þetta sé í annað sinn sem kayakmaður hlýtur gullmerki SÍL en Þorsteinn Guðmundsson fékk gullmerki 2006.

Annað markvert fyrir kayakfólk sem gerðist á þessu siglingaþingi er að Sigurjón Magnússon formaður Kayakklúbbsins var kosinn í stjórn SÍL en ólíkt því sem hefur verið hjá Kayakklúbbnum síðustu ár voru fleiri í framboði til stjórnar og formennsku en þeir sem hlutu kosningu. 

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2019 07:58 - 04 maí 2019 07:58 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Gullmerki SÍL
Þetta var 23 febrúar skv. minni dagbók, á aðalfundi SÍL sem mér var boðið til. Skilja mátti að viðurkenningin tengist starfi að fræðslumálum.

Hefð er fyrir ýmsum viðurkenningum við starfslok eða þegar halla tekur undan fæti með aldur og heilsu. Ég minnist míns góða tengdaföður, þegar hann átti stórafmæli og fékk gullúr frá Kassagerðinni, þar sem hann hafði starfað árum saman. Það vakti mig til umhugsunar, að hann var ekki beint glaður, fremur sár og þóttist lesa milli línanna að þetta væru skilaboð um að nú væri kominn tími til að hætta.

Ég tek þessa viðurkenningu reyndar ekki of hátiðlega og er ekki alveg hættur.  Ég vona að kajakræðarar okkar bæti færni sína og þekkingu á "faginu" hvort sem það gerist í formlegu færni- og fræðslukerfi eða með einföldum leik, samstarfi og samkeppni.

Kveðja - Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2019 10:20 #3 by SPerla
Replied by SPerla on topic Gullmerki SÍL
Til hamingju Gísli, ert vel að þessu komin og átt þessa nafnbót skilið.  

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2019 22:11 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Gullmerki SÍL
Gísli tók gullið. Toppmaður. Til hamingju.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2019 16:13 #5 by gsk
Replied by gsk on topic Gullmerki SÍL
Til hamingju, Gisli

Vel að þessu kominn.

kv.,
Gisli K.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2019 09:18 #6 by palli
Replied by palli on topic Gullmerki SÍL
Já, Gísli er svo sannarlega vel að þessu kominn.  Gaman að heyra og til hamingju Gísli !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2019 18:15 #7 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Gullmerki SÍL
Það er frábært. Til hamingju Gísli HF og þú ert vel að þessu kominn. Hefur unnið mikið og gott starf fyrir kayak sportið á Íslandi.
En mér finnst einkennilegt að þetta hafi ekki komið fram á síðu Kayakklubbsins fyrr.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2019 12:13 - 29 apr 2019 12:13 #8 by Klara
Gullmerki SÍL was created by Klara
Ég rakst á frétt um það að Gísli H. Friðgeirsson hafi verið sæmdur gullmerki Siglingasambands Íslands þann 10. apríl síðastliðinn. 

Ég hef ekki orðið vör við að þetta hafi komið fram á okkar vettvangi en tel rétt að vekja athygli á þessum heiðri sem Gísla er sýndur með þessu.

Til hamingju Gísli - vel gert!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum