Vatnsþolið viðgerðarefni

27 mar 2019 17:02 - 27 mar 2019 17:06 #1 by Gíslihf
Í ferðum á kajak er vissara að hafa eitthvað með til viðgerða. Oft er hægt að bjarga sér með Ductape til skamms tíma en viðgerð á trefjabol kajaks er best með Epoxy tveggja þátta efni og trefjamottu ef gat eða sprunga er stór. Við þessa vinnu þarf allt að vera þurrt og hlýtt, t.d. 20°C sem er erfitt í ferðum og á sjó..
Hægt er að fá hentugan stauk af 'Epoxy Repair' viðgerðarefni sem er eins og leir úr tveim efnum og er þeim hnoðað saman í höndunum. Þá hlýnar efnið um leið og betra er að vera með einnota hanska eða þvo sér vel á eftir. Þetta fæst t.d. í Byko við málningarborðið. Parlogis sér um dreifingu á vörunni. Á seðlinum með henni má lesa að til er vatnsþolin gerð.
Ingi hjá Parlogis tjáði mér að þeir væru ekki með þá gerð á lager, enh hægt væri að nota hana til viðgerða jafnvel undir vatni.
Er þetta ekki eitthvað sem okkur vantar? Ég afþakkaði að hann pantaði einn stauk fyrir mig, en ef það væru fleiri þá gætum við talað við hann.

Er einhver sem hefur notað þetta efni?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum