Næturróðrar 2019

31 mar 2019 13:02 - 31 mar 2019 13:06 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Næturróðrar 2019
Því má bæta við að Örlygur gerðist ísbrjótur fyrir okkur þegar farið var á sjó og fylgdi okkur að lendingu í Þerney, þrátt fyrir að vera orðinn lasinn.
Tjaldstæðið í Þerney þekki ég orðið vel eftir fyrri næturgistingar en nú var þar snjór í fyrsta sinn og var hann blautur. Vindur var af austan, 6-8 m/s og slydda af og til þannig að við hjálpuðumst við að tjalda, en síðan var bara farið úr sjógalla og beint í pokana, enda erfitt að halda nokkru þurru og þokkalegu og farið að nálgast miðnætti.

Svefninn var þokkalegur, maður vissi af sér af og til um nóttina en um kl. 7 fannst hrafnageri nóg komið og ákváðu að vekja okkur og helst að hrekja okkur á braut. Reyndu þeir að fella tjaldið hjá Jóni Kristni. Fremur gekk mér illa að smella innra tjaldinu úr, loppnir puttar og sleipar litlar plastsmellur fara illa saman.

Nestið kom mest allt heim aftur, enda lítið aðlaðandi að dunda sér við matseldi, bara kakósopi og brauðsneið og nú fer ég í heita pottinn, smá rígur er í öxlinni eftir að bera vel hlaðna kajaka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2019 10:12 - 31 mar 2019 12:42 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2019
Þá er Næturr. III að baki, 3 bátar á sjó, þar af gistu Gísli H.F og Jón Kristinn í Þerney. Fáum skýrslu um það.
Serían er þá fullróin, veðrið þjarmaði mjög að henni frá fyrsta til síðasta róðurs - en hún þraukaði þó - og er það þátttakendum að þakka.
Toppmál bara.
Næturróður I - 21. mars
Næturróður II - 28. mars
Næturróður III - 30. mars

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2019 20:30 - 29 mar 2019 20:31 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Næturróðrar 2019
Ég er búinn að prófa að negla tjaldhæla niður í frosinn grasblettinn heima og það gekk og ljósabúnaður er fyrir hendi -
þannig að ég er klár í ferðina.

Vonandi sligast tjaldið ekki af snjó og slyddu.

Ég mun ekki mæta í félagsróður, það er betra að byrja með allt þurrt og fínt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 mar 2019 13:39 - 28 mar 2019 20:54 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2019
Það stefnir í hrímaðasta næturróður III í sögu klúbbsins. Þetta verður búnaðarprófraun ársins. Við róum lengri leiðina í Þerney, tjöldum ofl. Blautt og kalt. Þetta fer örugglega allt í vitleysu. En bökkum ekki tommu. Klárum NR III og svo er Reykjanesið.
Sjáumst kl 22 á laugardag.
Nefndin.

Næturróður I - 21. mars
Næturróður II - 28. mars

Næturróður III - 30. mars

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 mar 2019 22:54 - 27 mar 2019 22:55 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2019

Næturróður II afstaðinn. Þrír bátar ä sjó og tekinn var Gnes Blikast.kró. Árvíti napurt eins og gengur en engar óþekktar stærðir. Þessir röru
Gísli hf
Lárus
Orsi.

Svo er það lokaróðurinn á augardag. Munið viðlegudótið. Nánar um það á morgun.
Nefndin.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2019 22:10 - 24 mar 2019 18:56 #6 by Orsi
Næturróðrar 2019 was created by Orsi
Dagskrá ferðanefndar 2019 hófst formlega í kvöld með þeim svínslegasta næturróðri sem ég hef farið í, bálhvasst og hopperí handan skynsemi.. Leggurinn milli Korpu og Gness var allt að því ófær, rétt hafðist að tomma sig áfram. Hvað um það, tveir bátar á sjó, og þessir röru
Lárus
Orsi

Sjáumst á kynningarkvöldi ferðanefndar annaðkvöld. Og svo náttúrlega í Næturróðri II að viku liðinni.

Næturróður I - 21. mars
Næturróður II - 28. mars
Næturróður III - 30. mars

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum