Talstöðvar

10 jan 2019 17:43 - 10 jan 2019 18:10 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Talstöðvar
Vélasalan er málið. Þetta sem SAS bendir á er mjög fínt módel. Þetta er sjóstöð.

Það þarf að skrá stöðina á bát, minnir mig. Fá Magga til að vera þér innan handar með að redda þér SKB númeri. Fara vopnaður þessu númeri í búðina og skrá stöðina á þetta númer við kaupin.

Og síðan er mjög til bóta að kaupa sér hljóðnema. Muna að hafa hann vatnsheldan. Þeir eiga það líka hjá ´Vélas. Og þeir þjónusta stöðvarnar, þ.e. setja rásirnar inn. Hinsvegar þarf svosem ekki að standa í því ef ætlunin er eingöngu að nota þetta í róðrum og vera í samskiptum á rás 10 við kayakfélaga, nú eða í sambandi við Vaktstöð sigl á rás 9. Fýsi þig eigi að síður að setja inn rásir, þ.e. þessar klassísku landrásir frá 4x4 jeppaklúbbnum www.f4x4.is/ þá þarf að gerast félagi þar á bæ og vera með kvittun fyrir greiðslu ársgjalds þegar þú kaupir stöð. Það eru einhverjir þúsundkallar í þessu.
Allavega var allt ofanritað við lýði fyrir áratug. Kannski er þetta minna vesen í dag...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2019 18:19 - 09 jan 2019 18:20 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Talstöðvar
Friðrik A Jónsson er með fínar stöðvar sem eru vatnsheldar og fjlóta líka. ICOM
www.faj.is/vara/icom-ic-m35
kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2019 15:31 #3 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Talstöðvar
Vélasalan er með þetta merki líka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2019 08:04 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Talstöðvar
Held að við flestir höfum keypt
www.ebay.com/itm/Standard-Horizon-HX400-...Talkie-/263908086896

Hátækni og síðar Bílanaust seldi þessar stöðvar, finn þær hins vegar ekki lengur á vefnum hjá Bílanaust. Það hlítur einhver að þjónusta stöðvarnar, þ.e. til að setja rásirnar inn

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jan 2019 20:18 #5 by Sveinn Muller
Talstöðvar was created by Sveinn Muller
Ætla að fara að fjárfesta í talstöð til að hafa með í róðrum.
- Eitthvað merki/tegund sem þið mælið með ?
- Hvað þarf maður að hafa í huga ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum