Er áhugi fyrir þriggja stjörnu þjálfun (BCU 3*)?

01 júl 2017 23:03 #1 by Kiddi Einars

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2017 16:57 #2 by Kolla
Ég vil endilega vera með Gísli. Ég mun biðja einkaþjálfarann minn að byrja að undirbúa mig fyrir námskeiðið. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2017 15:40 #3 by Bergþór
Ég er enn ofar moldu og myndi skoða þátttöku
kv
Bergþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2017 15:11 #4 by Unnur Eir
Sæll Gísli

Ég hef áhuga á að auka færni mína en þarf ég ekki á frekari þjálfun að halda áður en ég tek þátt á þessu námskeiði?
Það vill þó ekki til að Kayakskólinn bjóði upp á slíkt undirbúningsnámskeið fyrir BCU 3* ?
:-)

Bestu kveðjur

UEA

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2017 14:44 #5 by gudmundurs
Ég hef áhuga á að vera með í þessu.

Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2017 13:35 - 29 jún 2017 13:46 #6 by Gíslihf
Það er gott að sjá jákvæðar undirtektir. Þau sem hafa lýst áhuga eru:
Haukur - Hannes - Þormar - Jónas - Indriði - Perla. Þetta eru 5 félagar, en ég mundi vilja sjá fleiri, helst flesta sem hafa byrjað t.d. síðustu 3 árin og eru orðin sjóvön. Sumarið er ekki besti tíminn fyrir námskeið og einhverjir eru óþarflega hógværir. Þau sem hafa verið félagar í Kayakklúbbnum 2-3 ár ættu að hafa færni sem er sambærileg við 3 stjörnur í breska kerfinu, en eitthvað kann að vanta upp á. Þau mundu teljast sjálfbjarga ræðarar, öruggir félagar þegar á reynir, geta skipulagt sína róðra á öruggan hátt og notið þess að vera á sjó og í náttúrlulegu umhverfi án kvíða.

Þegar við vorum með "Gróttuæfingar" í vetur, skráði ég hjá mér mat á hverjum og einum. Auk reyndra félaga, sem voru mér til aðstoðar, voruð þáttakendur á skalanum 2, 2-3 eða 3 stjörnur. Einhver gæti vafalaust farið í BC 3ja stjörnu próf og staðist en flesta vantar eitthvað, sem hver og einn gæti skoðað nánar.

Eftir nokkra umhugsun er niðurstaðan mín að það væri ábyrgðarleysi að skella á hraðnámskeiði nú, þetta þarf meiri tíma. Ég hef rætt við Andra formann og við viljum stefna að þessari þjálfun í haust, hún yrði hluti af vikulegu starfi Kayakklúbbsins í einhvern tíma, og fræðslunefnd yrði vakin til lífsins. Ég get staðið fyrir þjálfun sem sjálfboðaliði og vonast þá til að einhverjir góðir félagar komi til liðs. Æfingar væru á sjó, veltuæfingar aukalega í sundlaug eins og verið hefur og bóklegt efni á fræðslufundum. Ef Kayakklúbburinn vill vinna meira í fræðslumálum lægi leið okkar trúlega í gegnum Siglingasamband Íslands. Það er ekki framtíðarlausn að fara alltaf út til UK til að fá þjálfun og próf.

Veltið þessu fyrir ykkur og ræðum málið hér og í róðrum.

Kveðja - Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2017 17:29 #7 by haukur
Þetta er áhugavert.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2017 08:39 #8 by Hannes

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2017 22:47 - 26 jún 2017 22:52 #9 by Gíslihf
Það er gott að fá þessa svörun eftir einn dag, sem mér finnst sýna einhvern áhuga, en ekki mikinn nú um hásumar. Trúlega er þetta ekki rétti tíminn og aðdragandi of stuttur. Ef við ætlum að gera þetta vel, þá væri það betra í haust, og það þarf meira en tækniæfingar eins og þið sjáið með því að lesa námsskrána (Syllabus) sem slóð er í hér á eftir.
Lárus spyr um innihald.
Sjá má pdf-skjalið '3 Star Sea Kayak Syllabus' á síðunni www.britishcanoeing.org.uk/courses/3-star-sea-kayak-sit-on-top/ Við gætum svo dregið út úr þessu helstu þætti sem hver og einn þyrfti að æfa og finna síðan efni til að lesa eða fara yfir á fræðslufundi/um.
Takið eftir að gert er ráð fyrir 2ja stjörnu færni, þar er sjálfsbjörgun ef einhver saknar hennar í þessu efni.
Annað sem mörg okkar sjá, er að hér er sumt efni sem við vorum að læra í fyrsta sinn fyrir 4ra stjörnu prófið, enda hafði enginn okkar sem ég veit um tekið 3ja stjörnu próf. Þegar ég fór í fyrsta kennarastigið þurfti ég að vera með 3* í kayak og þá slapp ég því ég hafði tekið 3* í straumnum og þeim var sama hvor gerðin það var, straumur eða sjór :) .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2017 22:44 #10 by Þormar
Þetta hljómar spennandi. Hef áhuga á þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2017 21:45 #11 by Larus
Þetta hljómar vel Gisli, frábært framtak
Það væri fróðlegt ef þú setur inn svona ca hvað þetta innifelur af kunnáttu.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2017 17:17 #12 by Jónas G.
Ég er er til í svona námskeið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2017 13:42 #13 by indridi
Ég er til, svona í prinsípinu. Vegna anna við "allt hitt" sem sumarið krefst/býður upp á gæti mæting þó orðið í slakara lagi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2017 19:26 #14 by Klara
Gísli, þetta er frábært framtak hjá þér.
Ég er búin með 3* BCU en ef það væri eitthvað annað í boði (og ég á landinu og ekki að vinna osfrv.) þá væri ég sannarlega til.

Skora á stjórn að skoða möguleikina á BCU 4* svo og "endurmenntunarnámskeiðum" - til dæmis eins og hefur verið áður með nýliðadegi, björgunarþjálfun ofl. Ættum líka að vera dulegri að æfa okkur í "allskonar" þegar við erum í félagsróðurum; félagabjörgun, sjálfsbjörgun osfrv.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2017 17:17 #15 by SPerla

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum