Vorhátíðin 2017 - Reykjavíkurbikar

10 maí 2017 11:55 #1 by bernhard
takk fyrir frábæra keppni. er hægt að sjá tímana e-h staðar B)

bkv

Bernhard Kristinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2017 21:05 - 07 maí 2017 21:09 #2 by Ingi
Frábær vorhátið að baki.
Eins og við var að búast þá lék veðrið stærsta hlutverkið og veðurguðirnir eru hér með komnir í klúbbinn.

Það leit út fyrir þoku og þessvegna tók ég út stefnurnar sem róa þarf til að klára þennan hring. Ég vona að keppendur hafi verið sáttir við þessa breytingu á róðrarleið og hún verið notuð aftur. Ef svo verður þá eru stefnur og vegalengdir hér:

A.
Ef byrjað er vestanmegin og róið réttsælis um Geldinganes:
Leggur 1: Vegalengd 1,3 km og stefna: 280° og farið útfyrir Fjósakletta og tekin stefna 230° undir bryggjuna við Gufunes og svo farið að gulu og svörtu baujunni sem er á milli Viðeyjar og lands.
Þaðan er stefnan 020° í 1,7 km og sveigt mjúklega í austur við vesturendann á Geldinganesinu og stýrt í 100° næstu 700 m.
Þá á að sjást í Lágafellskirkju og stefnt á hana í 2,6 km ef hún sést ekki vegna þoku þá er stefnan 125° til 130°
Þegar komið er nálægt landi er rauð bauja og fara verður austur fyrir hana og taka stefnuna á aðstöðu klúbbsins. Sú stefna er 250-255° og vegalengdin er 2 km.

Semsagt:
1 Stefna 283° vegalengd 1300 m
2 230° 350 m
3 280° 450 m
4 022° 2000 m
5 055° 400 m
6 102° 790 m
7 127° 2600 m
8 253° 2000 m

B.
Ef farið verður út að austan og róið rangsælis þá er leiðin þessi:
1 stefna 073° vegalengd 2000 m
2 305° 2600 m
3 282° 800 m
4 230° 450 m
5 200° 2000 m
6 100° 460 m
7 55° 370 m
8 100° 900 m
9 120° 330 m

Allar stefnur eru segulstefnur eins og á segulkompásum. það þýðir að draga misvísun frá ef notaðar eru réttar stefnur eins og eru í sjókortum..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2017 21:03 - 07 maí 2017 21:08 #3 by Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2017 09:34 - 07 maí 2017 09:35 #4 by olafure
Frábærar myndir, má maður pósta einhverju af þeim?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2017 23:10 - 07 maí 2017 11:43 #5 by Jónas G.
Hæ, hérna er slatti af myndum frá vorhátíðinni, takk fyrir mig, þetta var fínt. Það er öllum velkomið að hlaða niður og/eða deila myndunum í albúminu. Setti líka nokkrar myndir á FB ef einhver vill tagga einvern eða kommenta.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2017 18:31 #6 by Gunni
Árstíðaskipti með vorhátíð klúbbsins, Glæsilegt og ómissandi.

Fullt af myndum , óunnum og óritskoðaðar. það breytist flótlega, þangað til takið til ykkar það sem þið viljið úr þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2017 17:18 #7 by Andri
Stórt hrós á keppnisnefnd fyrir sérstaklega vel heppnaða vorhátíð. Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2017 11:37 #8 by Ingi
Keppnisnefnd er búin að semja um besta veður í manna minnum:
www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/hofudborgarsvaedid/
Má reikna með smá innlögn uppúr hádeginu á laugardaginn en það er nú bara til að kæla sig eftir puðið...

Pulsur og kók í boði eins og venjulega..
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2017 10:08 #9 by eymi
Romany? Þó það nú væri, einn vinsælasti kayak sem gerður hefur verið! Og ekki væri verra að vera svo með grænlenska ár :silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2017 09:37 #10 by Gunni
Að sjálfsögu mætir maður þarna og öllu öðru ýtt til hliðar. Er ekki öruggt að Romany er keppnisbátur ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2017 00:00 #11 by eymi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum