Image
Hilmar Erlings og Óli Einars koma í fyrsta stopp við Kjalarnesið

Lokakeppnir sumarsins voru haldnar laugardaginn 5. sept. og tókust þær vel.  Umfjöllun og öll úrslit má finna hér að neðan og myndir frá sjókayakkeppninni eru hér .  Lokahófið um kvöldið var vel sótt og m.a. flutt Gísli HF þar skemmtilega tölu um hringferðina og sýndi myndir úr henni.

Fimm tóku þátt í Haustródeóinu, þar af ein kona - Heiða Jónsdóttir - og sigraði hún glæsilega í sínum flokki. Kristján Sveinsson bar sigur úr býtum í karlaflokki og þar með tryggði hann sér 3. sætið í Íslandsmeistarakeppninni en skildi Stefán Karl Sævarsson, sem fram að ródeóinu var í 3. sæti, eftir með sárt ennið. Ragnar Karl Gústafsson varð í 2. sæti og gulltryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í straumkayakkeppninni.

Þátttakendur í Hvammvíkurmaraþoni voru 10. Ágætar aðstæður voru til keppni en þó háði mótvindur í Hvalfirði keppendum nokkuð. Ólafur B. Einarsson og Hilmar Erlingsson voru fyrstir og jafnir í mark en Örlygur Steinn Sigurjónsson varð í þriðja sæti. Sæljónin skráðu sig til keppni í sveitakeppni, ein sveita, og hafði sigur.  Allir fengu samlokur frá Orkuveitunni á leiðinni og Páll Gestsson, formaður bauð upp á ljúffenga kjötsúpu í Hvammsvíkinni. Keppnishald gekk að óskum enda sá Pétur B. Gíslason um mótsstjórn. Tímaverðir voru Sævar Helgason og Sigurjón Þórðarson.

Lokastaða í Íslandsmeistarakeppni í báðum flokkum fylgir hér á eftir.

Mjög góð mæting var á lokahófið sem haldið var í Nauthólsvík. Gísli H. Friðgeirsson sagði þar frá hringferð sinni um landið og kom þar ýmislegt afar fróðlegt fram.

Íslandsmeistari í sjókayak - karlaflokkur
1. sæti Ólafur B. Einarsson
2. sæti Hilmar Erlingsson
3. sæti Haraldur Njálsson

Íslandsmeistari í sjókayak - kvennaflokkur
1. sæti Heiða Jónsdóttir
2.-3. sæti Helga Jónsdóttir
2.-3. sæti Shawna M. Franklin

Íslandsmeistari í straumkayak - karlaflokkur
1. sæti Ragnar Karl Gústafsson
2. sæti Haraldur Njálsson
3. sæti Kristján Sveinsson

Íslandsmeistari í straumkayak - kvennaflokkur
1. sæti Heiða Jónsdóttir
2. sæti Anna Lára Steingrímsdóttir

 

Sjókayak:

 

Sæti Karlaflokkur - heildarstig Samtals RB Sprettur BessaB Suðureyri Maraþon
1. Ólafur B. Einarsson 480 80 100 100 100 100
2. Hilmar Erlingsson 300 60 60 80 100
3. Haraldur Njálsson 180 100 80
4. Guðmundur Breiðdal 140 45 50 45
5. Páll Reynisson 130 40 40 50
6. Hörður Kristinsson 114 18 24 36 36
7. Gunnar Ingi Gunnarsson 111 26 40 45
8. Örlygur Steinn Sigurjónsson 89 29 60
9. Þorsteinn Sigurlaugsson 80 80
10. Rúnar Pálmason 79 15 32 32
11.-12 Björn Stefánsson 60 60
11.-12 Halldór Sveinbjörnsson 60 60
13.-15 Óskar Þór Guðmundsson 50 50
13.-15 Pétur Hilmarsson 50 50
13.-15 Sveinn Axel Sveinsson 50 50
16.-18. Sigurþór Hallbjörnsson, Spessi 45 45
16.-18. Viðar Þorsteinsson 45 16 29
16.-18. Ari Benediktsson 45 45
19. Halldór Óli Hjálmarsson 40 40
20. Ingi Sigurðsson 72 36 36
21. Pjetur Arason 36 36
22.-25. Andri F. Traustason 32 32
22.-25. Eymundur Ingimundarson 32 32
22.-25. Einar Garðarsson 32 32
22.-25. Þorbergur Kjartansson 32 32
26. Halldór Björnsson 29 29
27. Ingólfur Finnson 14 26
28. Ásgeir Páll Gústafsson 13 24
29.-30. Kristinn Harðarson 22 22
29.-30. Páll Gestsson 22 22
31.-32. Gísli Friðgeirsson 20 20
31.-32. Pétur Hjartarson 20 20
33. Guðjón Björn Guðbjartsson 18 18
34. Ólafur Tryggvi Þorsteinsson 16 16
35. Sigurbergur Jóhannsson 15 15
36. Hjörtur Jóhannsson 14 14
37. Trausti Þorsteinsson 13 13

 

 

Sæti Kvennafl. - lokastaða Samtals RB Sprettur BessaB 10 km Suðureyri Maraþon
1. Heiða Jónsdóttir 180 100 80
2.-3. Helga Einarsdóttir 100 100
2.-3. Shawna M. Franklin 100 100
4.-5. Anna Lára Steingrímsdóttir 80 80
4.-5. Helga Hrönn Melsteð 80 80
6.-8 Karen Guðmundsdóttir 60 60
6.-8 Rita Hvönn Traustadóttir 60 60
6.-8 Þóra Atladóttir 60 60
9.-10. Áróra Gustafsdóttir 50 50
9.-10. Hrefna Ingólfsdóttir 50 50
11. Erla Ólafsdóttir 45 45
12. Erna Jónsdóttir 40 40

 

 

Straumkayak:

 

Karlaflokkur - lokastaða Samtals Elliðaárródeó Tungufljót Haustródeó
1. Ragnar Karl Gústafsson 260 80 100 80
2. Haraldur Njálsson 205 100 45 60
3. Kristján Sveinsson 145 45 100
4. Stefán Karl Sævarsson 139 60 29 50
5. Aðalsteinn Möller 80 80
6. Guðmundur Jón Björgvinsson 74 45 29
7. Thomas Altmann 60 60
8. Beggi 50 50
9. Johan Holst 50 50
10. Andri Þór Arinbjörnsson 45 45
11. Guðmundur Kjartansson 45 45
12. Garðar Sigurjónsson 45 45
13. Örlygur Steinn Sigurjónsson 36 36
14. Paul Siratovich 29 29
15. Elvar Þrastarson 29 29
16. Þorlákur Jón Ingólfsson 29 29
17. Raggi ? 29 29
18. Eiríkur ? 29 29

 

Kvennaflokkur - lokastaða Elliðaárródeó Tungufljót Haustródeó
Samtals
1. Heiða Jónsdóttir 80 100 100 280
2. Anna Lára Steingrímsdóttir 100 100