Image
mynd: Jesper Tilsted, http://seaofflames.blogspot.com/
Minni á Vatnagleðina í Skagafirði nú um helgina 24-25 júní, alveg rakið bæði fyrir straumfólk og sjóara.  Einnig fyrirlestur og myndasýning Jespers hins danska um hringferð sína um Færeyjar á fimmtudagskvöldinu 23. júní.  Meira um málið hér að neðan og á korkinum.

 

 

23. júlí (fimmtudagur):
Á landinu er staddur Daninn Jesper Tilsted, skáti og hörku kayakræðari.  Hann ætlar að vera með kynningu á leiðangri kringum Færeyjar sem hann fór 2008.
Kynningin verður í skátaheimili Mosverja að Varmá í Mosfellsbæ á fimmtudaginn kemur (23.júlí) kl 17:00 og lýkur tímanlega fyrir félagsróður sem hann ætlar að koma með í.  Hann er með vefsíðuna  http://seaofflames.blogspot.com/
Skátaheimilið (gamla símstöðinn ) er fyrir neðan Hlégarð og Brúaland í Mosfellsbæ. Ef einhver villist á leiðinni er hægt að fá lóðs í gegnum síma Gunnars Inga, 8993055

24-26 júlí, helgi: Kayakdagar Skagafirði.
Við hittumst í Skagafirði á tjaldstæðinu við Steinsstaðaskóla.
Straummenn fara í Austari Jökulsá á laugardeginum, annað hvort í rafti eða á kayak. Á sunnudeginum verður Vestar Jökulsáin róin en hún er í svipuðum erfiðleikaflokki og Hvítá en með meira af krefjandi beygjum.
Sjómenn sigla niður lygnuna í Vestari Héraðsvötnum frá Varmahlíð út í sjó til að skoða frábært fuglalíf (plastbátar ráðlegir), eða sigla frá Reykjaströnd í Glerhallavík og Sævarlandsvíkina fyrir Tindastól (6 km).
Grill og góð kvöldstemning að loknum róðri á föstudags og laugardagskvöldi.
Nánar er spjallað um þetta á korkinum á kayakklubburinn.is