Image Frá Gumma J og ferðanefnd: 

Þá er loksins komið að ferðini sem allir eru að bíða eftir !
Næstkomandi laugardag þann
16.maí bjóða straumvatnsmenn í hina árlegu ferð okkar í Hvítá með sjóbátamenn, byrjendur og lengra komna. Þessi ferð hefur ávallt verið vinsæl og vel sótt. Menn og konur eru búin að vera dugleg að æfa í laugini í vetur fyrir ferðina. Það er samt engin skylda að vera með veltuna á hreinu, heldur er frekar farið fram á að fólk mæti með góða skapið í massavís enda hittir ferðin að venju á Júróvisjón daginn og er því kærkomin upphitun fyrir kvöldið. Leiðin sem farið er með hópinn er mjög auðveld og á allra færi. Leiðangursstjórar í ferðini eru Gummi, Carlos, Heiða og Anna Lára, en fáir hafa synt jafn mikið í Hvítá og Gummi og Carlos þegar þegar þeir voru að synda sína fyrstu spretti í sportinu. En það var á öðrum stöðum í ánni.
Spjall og ýmis smáatriði er að finna á korkinum okkar
hér og meira um ferðina má sjá með því að smella á "Read More"

Mæting er við Laugardalslaugina klukkan 9:00 og lagt í hann þegar allir eru búnir að næla sér í báta og koma þeim á farartæki sem flytur gripinn austur á Drumboddsstaði og er reiknað með að renna þar í hlað ekki seinna en klukkan 11:00.
Þannig að þeir sem ætla beint austur þurfa að vera komnir klukkan 11:00 á Drumbó, þangað sem Jón Heiðar og Torfi staðarhaldarar eru búnir að bjóða hópnum að koma og skipta um föt.

Síðan verður rúllað yfir helstu öryggisatriði á bakkanum uppi við Brúarhlöð og mönnum skipað í hópa þar sem vanir menn munu leiða hvern hóp fyrir sig.
Á leiðini niður ánna verður farið í gegnum helstu atriði í meðferð straumbáta auk ýmissrar fræðslu um strauma og straumskil. En á þessiri leið er einnig mikil náttúrufegurð og fátt er jafn glæsilegt og að róa niður Hvítárgljúfur að vori.

Nú þegar er vel á þriðja tug ræðara búnir að tilkynna sig til leiðangursstjóra og er þar á meðal stór hópur af fólki sem aldrei hefur reynt fyrir sér í straumvatni.

Þeir sem ætla að mæta en vantar upplýsingar eða búnað er bent á að hringja í Gumma í síma 899-7516 en hann er hvers manns hugljúfi og mun gera sitt besta til að greiða úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp.