ImageÚtlendingar koma ekki bara til Íslands til þess að róa allan hringinn. Sumarið 2008 reri þýski tannlæknirinn Martin einsamall frá Húsavík og eitthvað suður fyrir Neskaupsstað. Róðurinn tók um þrjár vikur og var hinn skemmtilegasti að sögn Martins. Hann lenti í ýmsu á leiðinni eins og gengur. Honum krossbrá til dæmis þegar hvalur kíkti upp úr dimmri þoku á Skjálfanda og blés í um 30 metra fjarlægð frá bátnum og eitt sinn gerði hann þau illþefjandi mistök að reyna lendingu skammt frá þeim stað sem bóndi nokkur notaði til að sturta taði (eða var það eitthvað verra?) í sjóinn. Martin tók þátt í sjókayakferðinni frá Ólafsvík til Grenivíkur (sem átti að ljúka í Húsavík) og því kannast allnokkrir kayakmenn við manninn. Ferðasögu sem hann sendi okkur nú í vor er að finna á vef Kayakklúbbsins – ferðasögur.