reykjanes.jpg

Það verður standandi fjör hjá sjókayakfólki alla helgina í Reykjanesi í Djúpinu. Straumendurnar ætla einnig að fara í sína fyrstu ferð þetta sumarið og er stefnan sett í Ytri-Rangá á laugardeginum.  Nánar um þessar ferðir hér að neðan.

Fínt gistitilboð í Reykjanesi þessa helgi, sjá nánar á korkinum eða beint hér

Góða kayakhelgi !

10. maí: Tekist á við strauminn.

Róður straumkayakmanna í Ytri-Rangá, lagt af stað frá Rjúpnavöllum, tekið upp við Galtalæk. Ferðin hentar þeim sem voru að byrja síðasta sumar og eru að koma sér af stað aftur. Endað á grilli.

Umsjón: Ferðanefnd, Stefán Karl Sævarsson; s. 867 727, sks<hja>hi.is.

 

9.-12. maí: Hvítasunnuhelgin.

Við hittum Ísfirðinga í Reykjanesi í Djúpinu, www.rnes.is. Ætlunin er að mýkja sig í 50 metra heitum potti, rifja upp og bæta við róðratæknina í góðra vina hópi, kanna spennandi breytingar vegna brúargerðar í Reykjafirði en með þeim verður væntanlega til skjólsælt róðrarsvæði. Litið verður á selalátur og fuglavarp auk einhverra rasta undir brú. Eins getur fólk skroppið í Mjóafjörð þar sem ætti að vera þó nokkur fallastraumur undir brú. Siðan má ekki gleyma Borgarey og Æðey, góða skapinu og alls ekki bátunum. Ef fólk hefur fleiri hugmyndir má endilega skella þeim á korkinn eða hringja í Halldór í síma 894-6125.
Óhætt er að mæla sterklega með ferð á Reykjanesið enda eru aðstæður þar hinar bestu, hvort sem er til sundlaugaæfinga eða róðurs. Reynt verður að hafa góðar aðstæður með minni bátum o.fl. fyrir börn og unglinga, sem sagt nokkuð fjölskylduvænt.

Svo er um að gera að minna á gistitilboð í Reykjanesi:

Athugið að hér er um að ræða þriggja daga helgi, þ.e. þrjár gistinætur - föstudagur til mánudags
Tilboð 1
Svefnpokagisting tvær nætur með kvöldverði, morgunverði og nesti og
hádeigisverði, krónur: 10.600. pr mann fyrir helgina
Tilboð 2
Gisting í uppábúnuherbergi með kvöldverði, morgunverði með nesti og
hádeigisverði, krónur 14.000. pr mann fyrir helgina.