Aðalfundur Kayakklúbbsins 2019 verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2019 í sal D í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6 og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundar
Samkvæmt 6. grein laga félagsins þurfa tillögur að lagabreytingum og önnur málefni,sem krefjast atkvæðagreiðslu að tilkynnast stjórn Kayakklúbbsins amk tveimur vikum fyrir aðalfund (8. febrúar).
Dagskrá aðalfundar:
- Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar lögð fram.
- Skýrslur nefnda lagðar fram.
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
- Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
- Reikningar bornir upp til samþykktar.
- Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
- Önnur málefni sem borist hafa til stjórnar lögð fram og borin undir atkvæði.
- Kosning formanns og fjögurra meðstjórnenda sem skipta með sér verkum í samræmi við 9. grein.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Önnur mál.
- Fundargerð.
- Fundarslit.
Stjórn og nefndir
Hvetjum hér með félagsmenn að gefa kost á sér til starfa í stjórn eða nefndum klúbbsins, t.d. með því að senda póst á . Nefndirnar bera uppi starfsemi klúbbsins og mikilvægt er að þær séu mannaðar góðu fólki hér eftir sem hingað til. Nánar má lesa um nefndarfólk og hlutverk nefndanna á heimasíðunni okkar undir Klúbburinn - Nefndir.
Bestu kveðjur,
Stjórn Kayakklúbbsins