Þá er ný Næturróðrarsería Kayakklúbbsins að skella á og verða allir róðrarnir, þrír að tölu, farnir í mars nk.
Þetta er stóráfangi í sögu Næturróðra klúbbsins því þetta er tíunda serían og verður ýmislegt gert af því tilefni.

Naeturrodur

Áætlun Ferðanefndar er svohljóðandi:

  • 20. mars: Næturróður I.   Mæting kl. 20. 30 í Geldinganes og teknir 10 km.
  • 27. mars: Næturróður II.  Mæting kl. 20. 30 í Geldinganes og teknir 10 km..
  • 30. mars: Næturróður III. Mæting kl. 22. Munið viðlegubúnað, því róið er í Engey eða nágrannaeyju og tjaldað til einnar nætur.

Næturróðrar eru fyrir alla sem hafa róið á liðnum misserum með klúbbnum og vilja stíga skrefið inn á nýjan vettvang.
Næturróðrar eru matarmikil innlögn í reynslubankann og æ fleiri hafa uppgötvað gagn og mikið gaman af þessari hlið kayakmennskunar.
Fyrir alla róðrana gildir að þátttakendur hafi meðferðis orkukubba í vestisvasa og róðrarflösku á bátsdekki auk ljósabúnaðar.

Nefndin.