Sælt veri fólkið
Mér langaði að deila með ykkur smá ferðasögu frá Kanada.


Ég er í leiðsögunámi í Thompson Rivers University í Bresku Kólembíu í Kanada.  Eitt námskeiðið sem ég valdi mér var Sjókayak II þar sem er farið hringferð um eyjuna Quadra sem er austan megin við Vancouver eyjuna. Í heildina var ferðalagið um 100 km, sjö dagar og því sex dagar í tjaldi. Mikið þurfti að hugsa um flóð og fjöru því straumarnir í kring um eyjuna, þegar við vorum þar, fóru upp í 12 hnúta. Því var mjög mikilvægt að hitta í gegn um ákveðna staði á fallaskiptum. 

Við vorum 11 saman í hóp 9 nemendur og tveir leiðbeinendur. Sjö eins sæta báta og tvo tveggja sæta.

Ég ætla að renna stuttlega yfir dagana.

Eyjan á google maps

Campell river – Maud Island

Fyrsta daginn settum við inn bak við tjaldstæðið læddumst með fram ströndinni áður en við krossuðum sundið og læddumst með strönd Quadra. Þegar við áttum um 3 mílur eftir var straumurinn á móti okkur og nýttisust þá bak iðurnar (back eddies) meðfram ströndinni vel. Næturstaðuirinn var Maud Island og röltum við síðar um daginn upp eyjunn þar sem það var gott útsýni yfir Seymore Narrowes. Við vorum rétt fyrir mesta straum og það myndast risa boilerar og hringiðjur eins og ofvaxin á.
 

 Horft yfir Seymore Narrows

Seymore Narrowes er fjölfarin siglingarleið og er þekkt fyrir mikla strauma og skerið Ripple Rock sem sökkti fluttingaskipi snemma á fimmta áratugnum. Kanadamenn átt nú ráð við því og færðu skerið neðar í sjóinn með því að grafa göng undir skerið og sprengja það neðar. Þetta var víst stærsta sprenging utan kjarnorkusprenginga á þeim tíma. Sprengingunni var sjónvarpað sem sjá má á myndbandinu hér að neðan:



Dýralífið er fjölskrúðugt og sáum við sæotur, erni, skarfa og fjöldann allann af krossfiskum og ígulkerjum.


Maud Island - Ashlar Creed

Annan daginn var keyrt á Seymore Narrowes, þótt við færum sundið við minnsta straum fóru bátarnir vinstri hægri og mikið var um litla boilera, hringiðjur og strauma þvers og kruss. Ríkjandi veður þennan daginn var rigning með mikilli rigningu á köflum, þó enginn vindur. Einstaklega falleg leið. Við settum upp tjaldbúðir þennan daginn í lítilli vík með útsýni yfir nærliggjandi eyjar.
 

 Í Seymore Narrows

Hvert kvöld voru skipaðir leiðtogar næsta dags sem sáu um að leiða hópinn og skipuleggja tímasetningar, stefnur og fleira. Leiðbeinendurinir settu upp sérstakar aðstæður á hverjum degi þar sem leiðtogarnir þurftu að fást við fólk að velta, erfiða kúnna eins og hjón að hnakk rífast, heitar pólistískar umræður og fólk sem bara nennir ekki að hlusta á guidinn.
 

 Leiðtogar næsta dags

Ashlar Creek - Barnes Bay

Þessi dagur var stuttur og einkenndist af mikilli rigningu með mjög mikilli rigningu á köflum. Í víkinni sem við upprunalega ætlumðu að gista í var einkalóð með bjálkahúsi þannig að það var út myndinni og við fundum aðra vík og þurftum að gista á yfirgefnum þjónustu vegi fyirr skógarhögg sem var fínnt því það var allt á floti og eins og hellt væri úr fötu. Minn trausti tjaldfélagi Noha Nohasak frá Labrador gleymdi víst tjaldinu okkar í upphafi ferðarinnar og fengum við lánað tjald hjá öðrum leiðbeinandanum (sem eftir eftir ferðina sagði mér að þetta væri svona meira sumar tjaldið hennar). Til að tryggja að það að loftið yrði algerlega mettað af raka inn í tjaldi svaf tjaldfélaginn með vott björgunarvestið undir hausnum. En það var nú í lagi því ekki var við að búast að eitthvað yrði þurrt úr þessu. Haha :P
 

 Snæðingur
Barnes Bay - Peck Island

Þennan dag var komið að mér og Fransk-Kanadíska stráknum Gabríel (sem er að flytja til Íslands og einstaklega fær straumkayak ræðari). Verkefni dagsins var að leiða hópinn í gegn um Okisollo flúðirnar á réttum tíma því ekki einu sinni vélbátar fara í þar í gegn þegar straumurinn er í hámarki. En við fórum á fallaskiptunum og því lítið mál. Einstaklega skemmtilegt að róa þennan daginn mikið af eyjum og dagurinn endaði á því að Gabríel leiddi okkur í gegn um smá flúðir áður en við beygðum hart í stjór úr straumnum og inn á tjaldstæðið okkar sem var á pínulítilli eyju við flúðirnar. í þessum flúðum myndast mjög vinsæl alda sem sjókayakræðarar koma einungis til að surfa, en alvöru aldan er norðar og nær Okisollo Sound sem má sjá á myndbandinu. Og það stytti upp !


 Á leið til Peck Island
Peck Island

Við eyddum öðrum degi á eyjunni og tókum daginn í að björgunaræfingar í straumnum og svo spreyttum við okkur á öldunni. Rétt áður en straumurinn náði hámarki.
 

 Í öldunni við Peck Island
 

Peck Island - Cape Mudge

Þessi dagur var langur róður við langa strandlengju en endaði vel í garðinum hjá deildarstjóra útivistardeildar háskólans á Vancouver Island, verst við máttum ekki bragða á heimabrugginu hans enda við í skólanum. :huh: En það var bara kaldur seinna. Í lok dagsins vorum við prófuð í að hlusta og túlka veðurspánna sem Kanadíska Strandgæslan útvarpar og einnig í kortalestri.
 

 Ústýnið frá síðasta náttstað
Cape Mudge - Campell river 

Síðasti dagurinn var stuttur þar sem fórum fyrir suður enda eyjunnar og krossuðum svo sundið. Reyndar lentum við í sjö hnúta straum rétt áður en við náðum yfir sundið og þurftum að snúa upp í straum og ferja okkur yfir loka spölinn. Þannig fór sú sjóferð!
 

 Heim á leið

Takk Takk Eyþór B