Article Index

Fimmtudagur Staðahóll

Við Guðni ásamt Kollu, Gísla Karls, Gunnari Inga og Marc  héldum i dalina eftir hádegi á fimmtudegi  og slógum upp tjöldum á Staðarhóli.

Kvöldið var svo notað til að skoða aðstæður í Akureyjum frá landi og útlitið var ekkert mjög slæmt en heldur ekki hið besta.

Við höfðum undirbúið plan B ef hið fyrra gengi ekki eftir, höfðum verið i sambandi við  Jón i Purkey um að fá að koma  þangað og Svein eiganda Hnúks til að fá að skilja bila eftir við Kvennhólsvog, hvoru tveggja var vel tekið.

Við ókum út fyrir Klofning og í Kvennhólsvogi  var útlitið miklu betra en Skarðstrandar megin og þar sem veðurútlit var svipað fyrir helgina og það var  þetta kvöld töldum við okkur hafa nokkuð gott B-plan.