Article Index

Akureyjar undirbúnar

Akureyjar urðu fyrir valinu að þessu sinni  en sannarlega eru margar frábærar eyjar sem við hefðum getað heimsótt.

Við unnum heimavinnuna eftir bestu getu, hringdum í eyjaskeggja Birgi og Lilju og fórum i heimsókn og  skoðuðum aðstæður og handsöluðum leyfi til dvalarinnar, sem var auðfengið, ásamt því að hitta bændur á Skarðströnd, Höllu Steinólfsdóttur sem er eigandi  hluta Akureyja og Sigurð og Steingrím eigendur Hrúteyja.

Allt var klappað og klárt nema veðrið þar höfðum við ekki eins góð sambönd enda var útlitið ekki uppá það besta fyrir helgina, norðaustanátt og vindur i efri mörkum að okkar mati en i ljósi þess að hópurinn sem var skráður til fararinnar  var sterkur og vel vanur héldum við okkar striki þó efasemdar raddir innra með okkur létu vissulega á sér kræla.