Frá ÞorbergiFlottur róðrur á einhverju fallegasta róðrarsvæði hér í nágreni Reykjavíkur. Það voru sjö vaskir ræðarar sem réru. Einar Sveinn, Gunnar Ingi, Smári, Rúnar, Reynir Tómas, Þórbergur og undirritaður. Að mínu mati er þetta róðarsvæði allt of sjaldan róið og þurfum við að halda því til streitu að fara þarna að minnsta kosti einu sinn á ári.

Ekki gekk óhagstæð brimspá eftir en þó er ekki rétt að neita því að undiralda var til staðar á hluta svæðissins. Hún var þó greinilega að koma langt að og var mjög aflíðandi enda enginn vindur til staðar til að espa hana upp að neinu leiti (fengum eiginlega logn mest allan tímann, nema rétt í lokin). Að sjálfsögðu brotnaði aldan á skerjum og boðum en þessa staði mátti vel greina með hæfilegri fjarlægð og því lítið mál fyrir okkur flesta að halda okkur á rólegri svæðum. Það er þó alltaf svoleiðis að leikgleðin í sumum er það mikil að erfilega getur reynst að hemja hana böndum og endaði það þannig að lagfæra þarf aðeins gelcoat á einum annars ný viðgerðum og stíf bónuðum bát eftir svona leikaraskap, þessi áhætta fylgir víst.

Myndir frá: