Fínasti rólegheitar róður í morgun. Átján bátar á/sjó og hið bestasta veður þó kalt hafið verið. Stemmarinn varð einhvern veginn meiri fyrir leið 2 inn Leiruvoginn. (leið eitt bíður betri tíma nema einhver annar róðrarstjórinn fari með okkur þá leið, kortið er klárt). Það varð því úr að róið var inn Leiruvoginn og upp Varmá/köldukvísl gegnum rörin undir hestaveginunum yfir Köldukvísl eins hátt uppeftir og sjávarstaða leyfði. Einhverja kannski 100m ofar. Tekið var smá kaffistopp í fínasta gerði á mjög viðeigandi stað eða á Skipahól. Kaffistoppið var stutt enda skíta kuldi. Róið sömu leið heim. Ekki voru margir sem tóku kortið með en þó sást eitthvað til kompása…. Róður með úrvali úr klúbbnum og með þessu áframhaldi verða kvenræðarar komnir í meirihluta innan skamms: Ólafía, Hildur, Kolla, Arndís, Þóra, Klara og Eva létu sig ekki muna um að baxa á móti jökulkaldri austanáttinni uppí hesthúsabyggð Mosó. Marc, Trausti, Kristján, Bergþór, Gummi B, Lárus, Sveinn Axel, Palli formaður, Þórsteinn, Ingi og Össur. Takk fyrir mig, flottur túr.