Jónmessuróðurinn þetta árið var færður fram um sólahring til að sem flestir gætu mætt, það var vel tekið í þá hugmynd.

Það voru 21 ræðarar sem mættu í Jónmessuróðurinn í frábæru verðri. Grillaðar voru pylsur fyrir róður í umsjá Össurar. Lagt var af stað kl 22:00 og róið með landinu frá Hvammsvík . Kaffistopp var tekið í fjöruni undir þjóðveginum. Því næst var róið til baka í gríðarlega fallegri birtu og spegilsléttum sjó. Farið var undir gömlu bryggjuna og var það afar fallegt þar sem spegilsléttur sjór var og falleg birta.

Það var afar fallegt á heimleið því að tunglið var óvenju stórt þetta kvöld. Flottur kvöldróður í góðum félagsskap.