lárus í walesÞað voru fjórtán ræðarar sem héldu i víking til Wales föstudaginn 4 maí til að vera á Seakayak symposium 2012 í Anglesey, þessi samkoma er að vinna sér sess sem skyldumæting fyrir okkur Íslendinga, síðasta ár vorum við fjórir en í ár vorum við stærsti útlenski hópurinn og vorum ansi áberandi enda allir i lopapeysum að Íslenskum sið.

Aðstæðurnar eru fremur einfaldar, gist i 4-6 manna herbergjum og snæddur matur sem etv.var ekki alltaf 5* en öllu má venjast enda ekki þessi atriðið sem toga i menn á þessum slóðum.

Um helgina og vikuna var framboð af dagstúrum og námskeiðum þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það var öryggismál i róðrum, siglingafræði, róður i straumi, klettahopp, viðgerðir á brotnum bátum einhvern staðar uppi á klettum, bjarganir og veltur ofl, fjögurra og fimm stjörnu þjálfun og mat.

Leiðbeinendurnir eru margir frægir sjókayak kappar i bland við minna fræga en undantekninga laust þrautreynda og snjalla ræðara. Kvöldin voru nýtt til að hlíða á fyrirlestra um leiðangra ásamt því að skoða úrvalið á pöbbnum , spjalla við og kynnast öðrum ræðurum frá öllum heimshornum. Menn og konur nýttu tímann vel og allir bættu mikilli reynslu i sarpinn.

Ein 4* kom heim að þessu sinni Guðni Páll kláraði með stæl. Maggi var óheppinn að rífa sig úr axlarlið á fyrsta degi 5* matsins, þar sem hann var búin að standa sig vel i aðstæðum sem voru ansi strembnar, vindur 15 m/sek og 3-4m ölduhæð, vegna óhappsins þurfti hann að sleppa næturróðri en þess i stað lá heima og bruddi verkjalyf en var eðlilega handónýtur á síðari deginum og náði þar með ekki enda eru þessar stjörnur ekki fengnar nema menn séu i fullu fjöri og klári öll verkefni.

Hópurinn samanstóð af Pétri og Rabba frá Ísafirði ásamt sunnanmönnum þeim Gunnari Inga, Þóru, Klöru, Sveini Axel, Gísla Karls, Eyma, Agli, Gísla Hf. Sigurjóni , Magga, Guðna Páli og undirrituðum.

Frábær hópur sem gaman var að vera með.

Myndir frá GIG