Komnir yfir Atlantshafið

16 apr 2014 16:32 - 16 apr 2014 16:34 #1 by Gíslihf
Báðir þessi leiðangrar yfir Atlantshafið sem við höfum fylgst lítillega með virðast vera að takast.
Riaan og Vasti fóru á árabát frá Marokkó rétt fyrir áramótin og þau eru nú lent á eynni San Salvador við Bahamaeyjar. Þetta hefur gengið betur en ætla mátti út frá fyrstu vikunum í grennd við Kanarí, en stöðugur meðvindur hefur verið, oftast um 10 m/s.
Þetta er glæsilegt, en ég verð að segja að það er einkennilegt að hraðinn um miðja nótt, t.d. kl. 02 eftir miðnætti hefur oftast verið svipaður og um miðjan dag.
Þið getið skoðað þetta með því að skoða slóðina, stækka og smella á punkta á: my.yb.tl/TM2NY

Pólverjinn Alesander Doba á sérbyggðum kayak er nú að nálgast Florída, skammt fyrir utan Orlando. Hann missti stýrið eftir margra vikna hrakninga suður af Bermuda, fékk þar viðgerð og var skutlað út á miðin á ný. Þá fór ekki betur en svo að flotgálginn sem var eins og hlið yfir bátnum og tryggði hann gegn veltum, brotnaði af. Olek losaði sig þá við hann, gerði við siglingaljós sem höfðu verið á honum og hélt ótrauður áfram. Hann er ótrúlega seigur þessi maður.

Um Riaan er skrifað að einginn hafi farið þessa leið síðan Kólumbus gerði það og að engin kona hafi róið fyrr yfir Atlantshafið. Hann er hress, en ekki alltaf 100% í frásögn sinni.
Hér má sjá pistil um merka konu, Tori Murden, sem reri ein svipaða leið 1999. Ég veit ekki betur en hún sé í fullu fjöri en hún er fædd 1963.
Hér eru tenglar:
earth.nullschool.net/
plus.google.com/115946681830282374712/posts
www.facebook.com/pages/Take-Me-2-New-Yor...701749317600?fref=ts
my.yb.tl/TM2NY
en.wikipedia.org/wiki/Tori_Murden

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum