Kaffikvöld Kayakklúbbsins og GG Sjósports 22.apríl

23 apr 2014 23:41 #1 by Andri
Gaman að þessu og skemmtilegt hvað það var góð mæting. Ég er viss um að við endurtökum þetta einhverntímann.

Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 apr 2014 19:40 #2 by eymi
Ég þakka fyrir virkilega góða kvöldstund, mæli með því að við gerum þetta a.m.k. árlega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 apr 2014 08:54 - 23 apr 2014 09:04 #3 by Gíslihf
Tvö spennandi erindi voru flutt, þannig að flestir "héldu niðri í sér andanum" í hátt á þriðja tíma. Her er umsögn frá mér.

Magnús Sigurjónsson:
Maggi talaði um alþjólegu réttindin (ISKGA) fyrir leiðsögu á sjókakak. Maggi er tengiliðurinn hér á landi og sá sem er falið mat á færni og þjálfun inn í kerfið. Hann virðist vera öruggur og með þetta allt á hreinu, en þó eru nokkrar ýmsar spurningar sem reynslan á eftir að svara. Ein þeirra eru reglur og leyfisveitingar stjórnvalda og önnur er hvort kostnaður og umsýsla á eftir að verða of mikil á okkar fámenna svæði. Góðu fréttirnar eru náin tenging milli BCU og ISKGA kerfanna.

Guðni Páll Viktorsson.
Guðni Páll flutti nokkuð langt erindi. Það var ekki fínpússaður glærufyrirlestur, þrátt fyrir góðar myndir og myndskeið. Umfram allt var um að ræða einlægt og áhrifamikið uppgjör við eigin líðan og baráttu í ferðinni og við undirbúning hennar. Þar á var þó ein undantekning. Hið hættulega atvik sem varð vegna brotöldu sunnan við Kirkjubæjarklaustur var að mestu lagt til hliðar og væri þó það eitt nægjanlegt efni í spennusögu. Sjálfur fylgdist ég með því að Guðni Páll stóð sig firnavel eftir áfallið eins og við væntum af afreksmönnum og góðum fyrirmyndum. Hann reri af fullu afli 10-15 km að næsta lendingarstað stýrislaus, búinn að missa mikilvægan búnað í sjóinn og meiddur í baki, fór yfir jökulkvísl þegar hann áttaði sig á að skýlið var hinum megin, gerði við stýrið og rogaðist með farangur til næturdvalar um langa leið upp mjúkan sandinn. Þar hitti ég hann svo og við ræddum viðburði dagsins nokkuð þar til ég datt útaf, en hann vakti alla nóttina og hlustaði á svefnhljóð mín og tifið í klukkunni. Líklega á allnokkur innri úrvinnsla eftir að fara fram hjá okkar manni og það er ávallt mikilvægt eftir erfiða reynslu.

Hugsanlega lifi ég mig betur inn í ferðasögu Guðna Páls en aðrir og þegar ég vaknaði í morgun áttaði ég mig á því að í draumi og svefnrofum í nótt hafði hann haldið áfram að tala allan tímann - og ég að hugsa um efnið.

Takk fyrir framtakið hjá klúbbnum og GG sjósport.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2014 20:57 #4 by Klara
Spennandi dagskrá, læt mig ekki vanta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2014 18:34 #5 by Andri
Minni á kaffikvöld á morgun, vonumst til að sjá sem flesta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2014 12:12 #6 by Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 apr 2014 23:14 - 21 apr 2014 18:33 #7 by Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum