Félagsróður 01. des

01 des 2018 11:30 - 01 des 2018 16:35 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 01. des
Andri kom svo hratt til baka úr þessu stutta félagsróðri að ég rétt náði að rífa símann upp úr vasanum og smella af.
Myndin er hreyfð enda hreyfing á öllu í rokinu.






PS - get ekki snúið myndinni rétt :(
Farinn niður að stjórnarráði með Lilju í þjóðbúningi - 1.des 2018 :)

Takk Gunnar Ingi fyrir snúninginn :silly:
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 des 2018 11:19 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Félagsróður 01. des
Þetta var fámennasti og stysti félagsróður sem ég hef farið í. Fór einn nokkur hundruð metra í mesta lagi en fékk að vera róðrarstjóri ;) Það var ótrúlega hvasst, vindstrengurinn kom að norðaustan meðfram Geldinganesinu og virtist magnast í víkinni okkar austanmegin. Erfitt var að bera bátinn og að glíma við hurðar að aðstöðunni og gámum en ég var feginn að fá aðstoð frá Gísla HF. Í sameiningu sáum við til þess að félagsróður féll ekki niður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2018 12:10 #3 by Gunni
Félagsróður 01. des was created by Gunni
Ég á róðrarstjórn á morgun. Kemst ekki.
Ég á ekki von neinum nema (Of hvast og kalt.) einum til tveimur ofurhugum. Treysti á að þeir fari varlega.


Annars ef einhver mætir, þá er félagsgámur óaðgengilegur. Tveir félagsbátar eru í gámi 2 og árar fyrir þá í sturtugáminum.

kv. GIG

Fjara kl 07:11 og flóð 13:28 (3,4m).
Veðurspá kl 12 á laugardag : Norðaustan 15 m/s, Frost og skýjað. Úrkomulaust.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum