Braggaróður 24112018

26 nóv 2018 13:55 - 26 nóv 2018 14:00 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Braggaróður 24112018
Sá myndir úr þessari Heimaeyjarferð og þetta leit mjög vel út. Væri mikið til í svona ferð einhverntíman.

Fyrst að Sveinn er byrjaður að nefna skemmtilegustu/fjölbreyttustu róðrarleið þá hendi ég inn mínum, verð að hafa þetta í tveim liðum:
Skemmtilegasta- Þverun Breiðafjarðar með Gísa HF frá Stykkishólmi að Brjánslæk með gistingu í Flatey, róið aðra leið og ferjan tekin til baka en Gísli hélt áfram og hætti ekki fyrr en hann hafði hringað Ísland :) Landtaka í Elliðaey, Stagley, Bjarnareyjum, Flatey og Hergilsey.
Fjölbreyttasta- Þórsmörk/Vestmanneyjar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 nóv 2018 12:29 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Braggaróður 24112018
Ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta róðrarferð sem ég hef tekið þátt í, var hringróður á tveimur róðrardögum um Heimaey og nágrenni.
Ætlunin var að róa á norðurlandi eða fyrir vestan, en vegna mikilla norðanvinds og kulda, var ákveðið að nota tækifærið og fara í "skjólið" við Vestmannaeyjar.
Tókum með bíla, tjaldvagna og kayaka og fórum með ferjunni frá Landeyjarhöfn.

Þarna er að finna frábært svæði fyrir "rockhopping" og hægt a skoða mjög marga hella, þ.a. hjálmur er nauðsyn.

Það verður að velja réttar aðstæður, sem er lítill vindur eftir nokkra daga af norðan áttum

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 nóv 2018 11:06 #3 by Gunni
Replied by Gunni on topic Braggaróður 24112018
Unnur, kíkju á þetta Íslandskort . Hver punktur er ferðasaga á kayak.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2018 18:34 #4 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Braggaróður 24112018
Ég er sammála Águsti Inga, ég hefði verið til í að slást í för með þér þessa 21 km.
Skemmtilegt að lesa leiðarlýsinguna Gísli.
En við sjáum vonandi hringfara a næsta ári (Veiga)
Og varðandi plön næsta sumars, við nýja fólkið í sportinu víljum einmitt heyra af ferðum eins og á Hvítárvatn og Langasjó o.flr til að fá hugmyndir að ferð, t.d ef klúbbferð fellur niður og maður situr uppi með hellings nesti og fríhelgi :-D

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2018 18:18 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Braggaróður 24112018
Já og hafa eiginkonurnar með :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2018 17:31 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Braggaróður 24112018
Vel á minnst. Hvítárvatn. Það yrði nú gaman að rifja upp þann róður næsta sumar. Mér sýndist á myndum frá Sveini Muller sem fór held ég sl sumar þangað að jökulsporðurinn næði ekki lengur út í vatnið. Verðum að fara næsta sumar. :cheer:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2018 12:17 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Braggaróður 24112018
Mæl þú manna heilastur Ágúst Ingi og ég hefði aldrei lagt í þennan Hvítárvatnsróður i roki ef þú hefðir ekki verið til í að láta á það reyna.
Þetta með stuttan fyrirvara skýrist af því að við sem eigum íslenskar eiginkonur þurfum að semja og reifa málið og kanna vel að ekkert annað sé á dagskrá og það er oft ekki ljóst mörgum dögum áður :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2018 22:44 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Braggaróður 24112018
ég hef nú ekki hugsað mér að hringa skerið á sjókeip. hef samt farið nokkuð oft bæði réttsælis og rangsælis á vélknúnum stálskipum. Það er líka öruggarar, nema ef menn steyta á skerjum sem eru víða hér við land. þú þarft að hafa aðeins meiri aðdraganda að þessum ævintýrum Gísli. eins og þú ættir að vita manna best er maður manns gaman í svona ferðum.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2018 17:36 - 24 nóv 2018 18:00 #9 by Gíslihf
Ég reri í morgun frá Bragganum dýra í Nauthólsvík yfir í Geldinganes og hitti hópinn eftir félagsróður við frágang. Hér er stutt róðraskýrsla í stikkorðum:

Nauthólsvík um kl. 9 - enginn á ferli, borgin hálfsofandi nema erlendir verkamenn að vinna við göngustíga og nýbyggingar - fullt tungl - stillt loft og sjór - róið eftir silfruðum geisla tungls á sjónum - meiri froða á yfirborði en eðlilegt er líklega mengun - enginn að rabba við og tel því 850 heil áratök frá Skildinganesi að golfvelli 4300m/850= 5 m/áratak - heyri skotveiði á sjónum utan við golfvöll - brim af undiröldu á skerjum og við Gróttu - ströndin í skuggamynd en ský roðna í austri af morgunsól - straumur útfalls finnst greinilega við Gróttutanga og sporða Akureyjar og Engeyjar - morgunsól rís blindandi skær en nennir varla upp fyrir fjallaskagann - fegurð skýja er mikil en borgin er dimm og olíudaunn frá henni - sólin blindar þannig að ég sé ekki hópinn sem situr í Viðey í kaffistoppi - skerin utan við Laugarnestanga sjást aðeins í skuggamynd - síðasti spölurinn er heimavöllur - mikil fjara en félagi Rad Dab kemur niður að sjávarmáli - gott að hitta félaga - heim í kaffi - heitur pottur í Breiðholtslaug - GÓÐUR DAGUR :)
PS: Skv. þessari mælingu eru það aðeins 4-500 þúsund heil áratök umhverfis landið - eftir hverju eruð þið að bíða?
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum