Ferðalög

27 nóv 2018 12:29 #1 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Ferðalög
Já það er alveg sjálfsagt að aðstoða, mig skortir helst til reynslu og þekkingu á staðháttum. En ef það vantar auka hjálp má hafa samband :)
Plan B má líka vera ferð sem hefur verið farin áður og er að mestu hættulaus og við land í almannaeigu.
Ekki taka þessu sem gagnrýni, bara fyrirspurn og mikill áhugi fyrir að ferðast með Kayakklúbbnum, ykkur!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 nóv 2018 19:03 #2 by Helga
Replied by Helga on topic Ferðalög
Unnur og SiggiSig alveg upplagt að þið skellið ykkur í ferðanefnd og sjáið um plan b ferðirnar, málið leyst! :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2018 23:16 - 24 nóv 2018 13:37 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Ferðalög
Ef að það er markaður fyrir 'island sem áfangastaður fyrir ræðara þá ætti að vera hægurinn á að bjóða skotum, írum, dönum, norðmönnum osfrv að skipta á keipum. út á það gengur hið nýja deilihagkerfi. airkayankayak eins og aribnb..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2018 17:01 - 23 nóv 2018 17:05 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Ferðalög
Ég held að þessi samantekt í Guardian sem Ingi setur tengil í sé gömul (2008) og vísar m.a. í SkyakAdventures sem ég held að sé ekki lengur starfandi. Greinin sýnir þó marga áhugaverða möguleika.
Einn möguleiki sumarið 2019 er svo Steve Banks eins og Unnur nefnir sjá www.stevebanksoutdoors.co.uk/expeditions.php?section=5
Sjálfsagt eru svo einhverjir aðilar í Skotlandi með tilboð um leiðangra og með hæfilegum undirbúningi getur hópur héðan tekið sig saman og búið til eigin ævintýraferð enda væri lítið að því að íslenskir ræðarar sæu að það er víðar hægt að róa en í Anglesey í Wales. Þá þarf að finna aðila sem getur leigt kajaka, því að varla mundum við nenna að vera með gámaflutning eins og Hollendingarnir sem vorum með ferð í Breiðafjörð í fyrra og ætla að koma aftur næsta sumar.

Það er svo rétt að eina leiðin til að fara í ferðir á Íslandi er að vera sveigjanlegur með tímasetningar og það hentar illa fyrir fólk í fluginu. Við sem erum "eldri" erum hins vegar frí og frjáls og getum stokkið af stað þegar veður hentar :laugh: Minnist ég tveggja slíkra ferða sem var aflýst vegna veðurs : Við Ingi fórum í fyrri ferðina á Hvítárvatn með gistingu í Karlsdrætti fyrir mörgum árum og síðan fórum við Lilja um Langasjó og höfðum tjaldið í lítilli eyju í veðri þegar fjöllin spegluðust í vatnsfletinum.

Það skal þó tekið fram að klúbbferð sem er aflýst er aflýst og ef einhverjir reyndir félagar fara samt þá er það þeirra ferð en ekki klúbbferð.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2018 13:46 #5 by Larus
Replied by Larus on topic Ferðalög
Ég get svarað þessum þræði fyrir þær ferðir sem ég hef komið nálægt
Það er raunveruleikinn á íslandi að við erum háð veðrinu og styrk og getu hópsins alltaf þegar við erum að fara i klúbbferðir

I Breiðafjarðar ferðum þe ágúst ferðinni höfum við Guðni alltaf skoðað
hvaða valmöguleika við eigum ef verðrið verður svona eða hinsegin og i eitt skipti höfum farið í plan B sem var ómögulegt og þá var farið i plan C sem var spunnið á staðnum.

I öðrum Breiðafjarðar ferðum hef ég tvisvar fellt niður ferð vegna veðurs,
i annað skipti boðið uppá bíltúr i nokkra klukkutíma áður en ferðin var felld niður,
af því bjarrtsýnin og löngunin að komast út var svo mikil
en fólk tók því með jafnaðargerði............... virtist amk vera.

Það að þaul skipuleggja tvær ferðir er mikil vinna,
það þarf að tala við fólk landeigendur ofl
og helst fara i skoðunarferð áður - sem við höfum gert fyrir Breiðafjarðarferðirnar.


lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2018 13:32 #6 by Siggisig
Replied by Siggisig on topic Ferðalög
Góður punktur, tek undir það. Væri sterkt að hafa plan B, sérstaklega þegar um stóra ferð er að ræða eins og í Breiðafjörðinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2018 10:09 - 23 nóv 2018 10:10 #7 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Ferðalög
Skella í hópferð? :-)
Steve Banks mun amk bjóða okkur velkomin til sín.

Ferðanefnd:
Er hægt að hafa plan A og B á ferðahelgum? Ef veðrið er slæmt á Breiðafirði væntanlega ferðahelgi að þá sé farið á plan B staðinn?
Ferðir hafa, eðlilega, svo oft verið felldar niður vegna veðurs.
Slæmt fyrir okkur vaktavinnustrumpana sem erum búin að sérpanta hjá vinnuveitanda þessa fríhelgi undir ferðina og aðrir búnir að ráðstafa öðrum helgum undir ferðalög t.d. Hef oft óskað þess að þá væri plan B til staðar :-)

Hvað finnst ykkur, er þetta mögulegt?

Kayakkveðjur,

UEA

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2018 21:56 #8 by Ingi
Ferðalög was created by Ingi
Allir sem hafa ferðast á sjókayak vita að það er mjög gaman. En það sem er oftast að klikka er ferðaveðrið.

Ég sá þessa umfjöllun og lét hugann reika aðeins. Það eru margir skemmtilegir staðir þarna og við þekkjum suma:

www.theguardian.com/travel/2008/jul/01/c...ngandkayaking.europe

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum