Symbosium og Íslandsdagur í Holy Head

29 nóv 2018 21:31 #1 by Ingi
Vegna villu í vaktaplani myndaðist glufa hjá mér og þá var það fyrsta sem ég athugaði hvort að ég kæmist. Nú er ég búinn að panta með öðru af þeim íslensku flugfélögum sem enn eru á lofti. Mæli samt með því að koma sér í smá form áður.
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 okt 2018 16:34 #2 by Þormar
Sælt verið fólkið. Eruð þið að fljúga á Manchester? og hvernig er gistingu háttað?

kv. Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 okt 2018 23:31 #3 by Unnur Eir
Ég hef hug á að mæta á næsta ári, enda fleygði mér fram í tækni, færni og þor. Snilldar symposium.

En því miður þarf ég að hafa sama fyrirvara og í ár, svara á síðustu stundu!
(Erfitt líf hjá vaktavinnufólki sem fær vinnuskrá einn mánuð í senn).

Qualify-a ég fyrir hópinn? :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 okt 2018 12:34 - 23 okt 2018 15:04 #4 by SAS
Skráningar byrja líklega í vikunni..

Við erum þá amk fimm sem eru ákveðnir í að fara.
Brottför föstudaginn 3. maí og heimför miðvikudaginn 8. maí, með Icelandair.

Nánari upplýsingar fyrir þá sem ætla með á lokaðri Facebook grúppu: Anglesey Symposium 2019

kv
The following user(s) said Thank You: Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 okt 2018 09:21 #5 by Andri
Ég reikna með að mæta.
Vitið þið hvenær opnar fyrir skráningu 2019 og hvernig ferðaplanið yrði hjá okkur?

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 okt 2018 20:32 #6 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2018 16:05 #7 by maggi
Sæl öll
nú þurfum við að girða brók við öxl. Það hefur verið óskað eftir að við hefðum Íslands dag á næsta NDK symbosiumi og mig vantar hressa víkinga með mér bæði kall og kvennkyns.Áhugasamir endilega verið í sambandi
Maggi 8925240

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum