Tókst loksins að skrá mig

23 jún 2018 21:40 #1 by Gíslihf
Frábært Siggi (Sigurður Hjörtur) !

Þetta var reyndar námskeið 18. maí, tekið tvöfalt á föstudegi vegna veðurs daginn eftir þegar Reykjavíkurbikarinn var haldinn í versta veðri í sögu hans held ég og aðeins 3 kappar komu í mark. Þetta klifur kunna menn ekki eftir byrjendanámskeið þannig að þetta er bara vel af sér vikið.

Nú er ég með 6 manns á námskeiði, seinni tímínn er í fyrramálið 10-12:30 ca. Það væri vel þegið ef einhverjir kæmu við í hádeginu til að láta þau vita að þetta er góður kayakklúbbur sem þau eru velkomin í, hvað er í boði og hvernig maður gengur í klubbinn og kemur sér af stað.

Kveðja - Gísli.
The following user(s) said Thank You: SiggiG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2018 17:15 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Tókst loksins að skrá mig
Færð vonandii fleiri með þér í róður, Hringróður um Heimaey er eitt flottasta róðrarsvæðið sem ég hef farið um á Íslandi og já ég er búinn að róa fyrir vestan..

kv
The following user(s) said Thank You: SiggiG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2018 14:39 - 23 jún 2018 14:40 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Tókst loksins að skrá mig
Svona á þetta að vera; nýjir félagar að láta vita hvað þeir eru að gera, senda vidjó og læti. Og hafa gaman að þessu. Og taka sér tíma í að læra. Hálffúlt að það sé ekki meira af félögum til að róa með þér.
The following user(s) said Thank You: SiggiG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2018 17:36 #4 by SiggiG
Eftir eitthvað basl tókst mér að lokum að skrá mig hérna inn. Hef fylgst með heimasíðunni nokkuð lengi, hef dreymt um að eignast kayak jafnvel lengur.

Lét svo loks verða af því í vor. Fór á byrjendanámskeið hjá Gísla í byrjun maí sem var meiriháttar, eðlilega kom ég ekki fulllærður út úr því en Gísli gaf mikið af góðum punktum og er maður að vinna úr því hægt og rólega.
Ég hef farið 5 sinnum á sjóinn hérna í Eyjum síðan.

Tók strax þá ákvörðun að byrja á því að læra að komast úr sjónum og upp í bát á eigin spýtur, því það lítur ekki út fyrir að ég fái félagsskap í kayaksportinu hérna, en maður vonar auðvitað að það breytist einhvern daginn.
Umhverfið hérna er ekki auðvelt svo ég vil hafa þetta alveg á hreinu áður en ég fer í einhverja róðra út úr innsiglingunni.

Æfingar hafa gengið ágætlega, verð alltaf örlítið betri í hvert skipti sem ég stekk í sjóinn. Fór í fyrsta skiptið yfir innsiglinguna hérna yfir að Heimakletti í fyrradag. Lét mig vaða í sjóinn í tvígang eftir róðurinn og finn að þetta er allt að koma.

Bjó til smá vídeó eftir 3ja skiptið sem ég fór.
Ég vona að enginn hneyklist á því hvað ég er klaufalegur við þetta :)
Er að gera grín að sjálfum mér og hafa gaman að, þetta er virkilega skemmtilegt sport og ég er mjög ánægður að hafa fengið mér loks kayak og að hafa látið gamlan draum rætast.





Sent from my Nokia 6.1 using Tapatalk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum