Róðrartækni

26 júl 2017 13:26 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Róðrartækni
Það er alltaf gaman að hafa námskeið og þannig var það einnig í þetta sinn. Þátt tóku Barbara, Unnur, Helgi og Brynja í hluta efnis. Ykkur til upplýsinga þá var efnið þannig:
fid. 15-17 Upprifjun á byrjendaefni - mismunandi sjósetningar – að stjórna bát við björgun - þrautir
1730-1930 Björgunaræfingar, klifur, áraflot og félagabj.m.hælkrók - stutt sund
20-22 Áratækni ýmis áratök - góður framróður – sprettstíll - léttar þrautir/ leikir
föd. 830-1030 Stutt ferð, kennsla um öryggi og skipulag ferða – lendingar í klettum - hleðsla – skerjaskopp
1100-1300 Veltukennsla og æfingar
Þetta getið þið æft sjálf, en ef einhverjir 2-3 vilja fá svona námskeið þá er ég til með smá fyrirvara.
Ef einhver vill fá BCU 2ja stjörnu vottorð þarf ég að bæta við a.m.k. einum kanótíma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2017 15:15 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Róðrartækni
Flott kennslumyndband - ég get bent á þetta fyrir þá sem koma á framhaldsnamskeið til mín n.k. fimmtudag.
Þetta er jafngott veður og í sundlaug - og sjaldan þannig hér, en best að læra við þessi skilyrði.

Já - það er sem sagt námskeið frá kl 15 20.7. og langt fram á kvöld - kostar og er á stiginu 2 stjörnur eða ein til þrjár eftir stöðu hvers og eins. Þar verða Barbara og Unnur og ég mund alveg vilja sjá eins og tvo í viðbót .

Þriggja stjörnu æfingarnar í haust er svo meiningin að verð bara hluti af klúbbstarfinu og kostar því ekkert fyrir félaga. Við eigum eftir að skipuleggja það allt nánar í samráði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2017 22:51 #3 by Larus
Róðrartækni was created by Larus
Gott að skoða og æfa



lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum