Verulega aukin ástundun á síðasta ári

08 jan 2017 11:56 - 08 jan 2017 11:57 #1 by Helga
Ég er hjartanlega sammála Andra með að róðrabókin ætti að sýna alla róðra á árinu en ekki einungis róðra frá Geldinganesinu. Þá fyrst er róðrabókin farin að segja ræðurum eitthvað um dugnaðinn og kraftinn á hverju ári fyrir sig. Koma svo, allt í bókina, líka Wales-ferðir og fararstjóravinna fyrir vestan!
The following user(s) said Thank You: Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jan 2017 12:43 - 04 jan 2017 12:48 #2 by Gíslihf
Við viljum að sjálfsögðu gera enn betur á þessu ári - ekki undir 15000 km ! Eins og Andri bendir á þá eru ekki allir róðrar færðir til bókar í Geldinganesi.
Sum okkar, eins og ég, Maggi Sig., Sveinn Axel og vafalaust fleiri skrá alla róðra sína í róðradagbók. Það er gott til að fygjast með þjáfun og ástundun, en hvatinn hjá okkur er einnig krafa BCU um að þeir sem hafa einhver réttindi viðhaldi færni sinni og geti sýnt fram á það með skráningum.
S.l. ár tók ég að skrifa á ensku til að þurfa ekki að þýða það síðar fyrir Bretann. Hægt er að hala niður Logbók frá BCU en mér finnst bara einfaldara að hafa mitt eigið form á þessu í Word. Hér er síðasta færsla mín fyrir 2016

107-2016: Training with group
Date.: 13.12.2016 Tuesday
Route: Grafarvogur bay at church 10 km
Weather: F7 SE (15 m/s)
Sea state: 1-2 ft.
Participants: Paddling with 4 friends.
Remarks: Darkness, following coastline upwind.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jan 2017 11:19 - 04 jan 2017 12:24 #3 by Andri
Efstu tólf eiga u.þ.b jafnmikið af kílómetrum og allir hinir til samans, þ.e 7.203km en sami hópur var með 4.202km í fyrra, það skýrir stóran hlut af mun milli ára.
Það hefur áhrif að einhverjir hafa verið að herða sig í skráningunni en margir sem hafa skráð allt hingað til eru líka að róa meira sem er ánægjulegt.

Helga, til gamans þá er hér samantekt á róðrum þínum 2015 og 2016, línuritið sýnir km per hvern mánuð og mánuðir táknaðir með tölustaf

Helga 2015


Helga 2016


Þú hefur nífaldað skráningar sem er vel gert!

Það er mjög gott að geta mælt iðkun á sportinu og helst hefði ég viljð sjá alla kílómetra félagsmanna í bók, hvort sem er farið frá Geldinganesi eða öðrum stað. Þannig getum við séð vel hvernig okkur gengur sem klúbb í því sem við stöndum fyrir, þ.e m.a að stuðla að iðkun sportsins.
Attachments:
The following user(s) said Thank You: Helga

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2017 23:15 #4 by Helga
Ég efast nú um að það sé svona mikil raunfjölgun í róðrum. Held að þetta sé að stórum hluta spurning um betri skráningu - ég amk. skráði ekki jafn oft róðrana sem ég fór í 2015 og 2016 og var ekki jafnmeðvituð um róðrabókina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2017 18:15 - 03 jan 2017 18:21 #5 by Ingi
Það eru ánægjulegar upplýsingar sem koma fram í tölum róðrarbókarinnar sem Sveinn Axel hefur verið svo natin að taka saman fyrir okkur.
En hverjar eru ástæður fyrir svona miklli aukningu á milli ára? Er það veðrið eða eitthvað annað?. Ekki hefur ræðurum fjölgað svona rosalega þó að þar sé lika um töluverða aukningu að ræða
k
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum