SPOT og neyðarsendar

05 des 2016 23:59 - 06 des 2016 17:46 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic SPOT og neyðarsendar
Vegalengdin sem ég hef vaktað um Spot-tæki hringafara á kayak umhverfis landið er orðin mjög löng í km talið og dögum.
Aldrei gat ég lesið út úr ferlunum eitthvað sem laut að öryggismálum -utan þegar menn voru á milli Skeiðarárssands og Vík í Mýrdal- þá var það fyrst og fremst tímalengd á milli landtöku sem olli áhyggjum um velferð.
Margir voru kaflarnir sem ekkert merki barst - stundum í nokkrar klst.
Þá skyggðu há fjöll á sendingar milli gervihnattar og tækis - en gervihnötturinn er mjög suðlægur á hnettinum og því nokkuð flatur geisli.
Og sem neyðartæki gefur það aðeins vísbendingar um staðsetningu ef samband er gott - og neyðarhnappur er ekki almennt vöktuð skilaboð.
Gildi Spot tækisins finnst mér fyrst og fremst til upplýsinga um framgang ferðar-fyrir aðra fjarstadda.
Talstöð og neyðarsendir eru tækin sem duga best - ef hætta steðjar að. Og svo auðvitað síminn í vatnsheldu hulstri í vesti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 des 2016 21:59 - 05 des 2016 22:03 #2 by Gíslihf
Vorið 2012 gistum við Maggi og Guðni Páll hjá Marcus Demuth, tónlistarmanni og langróðrakappa, í Cemas Bay í Wales. Hann bað okkur að treysta ekki SPOT-tæki í bráðri neyð, það væri fínt sem tengill við vini á samfélagsmiðlum, um hvernig ferð miðaði - en neyðarsendar væru málið. Þetta var ári áður en Guðni Páll fór sína hringferð og hann hafði báðar gerðir tækja með sér.

Nýlega kom það sama fram í Mbl. 17. nóv. þar sem Jónas hjá Landsbjörgu segir: "Ekki treysta alveg á Spot-tæknina" og - "tækið er ekki með skilgreinda viðbragðsáætlun hér á landi og ekki hægt að treysta því að skilaboðin komist strax til skila hjá réttum aðilum."

Daginn eftir var svo viðtal við Einar Skúlason eftir "landpóstagöngu" vestur og hafði hann notað in-Reach kerfi. Greinin er óskýr um hvaða tæki geti talist vera neyðarsendar, en á henni má skilja að in-Reach sé í sama flokki og SPOT, en með meiri samskiptamöguleikum, án þess þó að geta talist vera neyðarsendir.

Gott er að hafa samráð við Landsbjörgu um þetta ef félagar fara í langar ferðir eða á afskekkta staði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum