Sundlaugaræfing n.k. sunnudag kl.16

16 okt 2016 21:52 #1 by Þormar
Gott að geta nýtt þessa aðstöðu en tek undir með Gísla, Starfsfólkið er ekki upplýst um okkur og sem dæmi reyna þaug að rukka okkur og vita jafn vel ekki um Klubbinn. Einnig er eyðið í lauginni oft staðset í miðri laug :angry:

Annars fín æfing í dag og menn alltaf tilbúnir segja manni til. Veltan var á dagskrá eins og hjá mörgum í dag. Langar því að deila þessu kennslumyndbandi sem mér finnst hafa komið mér að góðum notum. Veit einhver um góðan Jóga kennara :)

PS, Til Sundlauganefndar: Það mætti allveg fara skoða svunturnar, þær eru orðnar ansi daprar margar hverjar. Ég og einn annar gleymdum okkar heima og svo voru nokkrir byrjendur á æfingunni í dag. Þrátt fyrir einbeittann vilja til að nota sumar þeirra var það alveg útilokað. ( jákvæða hliðin á þessu er að ég gleymi henni ekki aftur :laugh: )

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 okt 2016 19:56 - 16 okt 2016 19:58 #2 by Gíslihf
Þetta var ágætur æfingatími, 12-14 bátar og allir að vinna við einhverja færniþjálfun, en mest þó tengt veltum.

Mér finnst ágætt að vera á bakkanum og horfa á hvernig gengur og geta gefið góðar ábendingar af og til, en um helmingur þátttakenda voru ekki vanir ræðarar.

Starfsfólkið í lauginni var ekki mikið inni í málum og urði jafnvel undrandi þegar ég sagðist eiga að sjá um kajakæfingu, vissu ekki um lykil og voru enn síður að hugsa um að hafa laugina tilbúna fyrir okkur.

Trúlega eru þetta helgarstarfsmenn eða afleysingafólk. Einn starfsmaður (kk.) í afgreiðslunni var óeðlilega lengi að afgreiða tvær fallegar stúlkur, ferðamenn, útskýrði í löngu máli helstu fræðslu um hvernig maður opnar hlið, fataskáp og fleira og ég átti von á því að hann færi með þeim inn í kvennaklefann áður en ég næði athygli hans.

Jæja, þetta var nú bara í gamni sagt, en að mestu leyti þó satt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 okt 2016 14:21 #3 by Gíslihf
Minni á tímann í innilauginni í Laugardalslaug
kl. 16 nú á eftir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2016 18:22 - 14 okt 2016 18:25 #4 by Gíslihf
Það verður sundlaugaræfing á sunnudag kl. 16.

Flestir koma með eigin bát, ár og svuntu og í sundskýlu og oft meira klæddir, en það er þá helst til að hrufla sig ekki við æfingar.
Sumir vilja vera í björgunarvesti til að líkja eftir aðstæðum á sjó.
Gamlir straumbátar og árar eru í kjallara.

Allir félagar eru velkomnir og í lagi að taka með sér gesti.
Oftast er hægt að fá góð ráð og aðstoð við æfingar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum