Næturróðrar 2016

02 okt 2016 00:00 #1 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Næturróðrar 2016
Takk sömuleiðis fyrir ánægjulega róðra, hvort sem það voru rólegheitartúrarnir eða þessi harði. "Öðruvísi nýjung" fyrir nýliðann!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2016 22:09 #2 by Kiddi Einars
Replied by Kiddi Einars on topic Næturróðrar 2016
Frábær næturróðraseria að baki. Takk kærlega fyrir mig Örlygur. Mæti örugglega næst,
Þessir róðrar eru einir skemmtilegustu róðrar sem ég hef tekið þátt í.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók. photos.google.com/album/AF1QipML4yYPD-Tk...jvOcMLQpVyjLHp4c-uy-

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2016 15:08 - 01 okt 2016 15:15 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2016
Næturróður III afstaðinn með glæsibrag. Fjórir bátar á sjó, þar af tveir sem tóku Viðeyjarhring. Sjósettum kl. 22.20, skiptum hópnum hálftíma síðar við Virkisfjöru. Komum í Akurey 23.40. Fínt veður og smáregn um nóttina. Sjósettum að morgni í golu og náðum félagsróðri á Viðeyjarsundi og rörum af listfengi hvar sjá mátti báta kljúfa hafflötinn einkar tignarlega og svo framvegis og framvegis.goo.gl/photos/VRtEoiTySug7VZXC7

Þessi röru í Næturróðri III:
Kddi akurey
Ek Akurey
Gummi Sv Viðey
Unnur Eir Viðey.

OG þá er næturróðrarseria haust 2016 búin. Mætingar voru 13 og sjö þátttakendur á bak við þær. Þakka ég kærlega fyrir þetta allt saman og hey...þetta er ekki búið því eftir aðeins viku er Friðarsúluróður, 9. október. Það er næturróður. Meira um það síðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 sep 2016 19:18 #4 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Næturróðrar 2016
Ég ætla að róa part í kvöld. Líklega viðeyjarhring til að nýta tækifærið í næturróður. Væri gaman að fá selsskap í það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2016 17:22 - 28 sep 2016 17:22 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2016
Og þá er lokakaflinn framundan í þessari seríu. Mæting er 21.30 á föskvöld. Spáir ágætu. Nema hvað það verður örugglega næturfrost. Þetta eru 10 km útí fyrirheitna eylandið. Munið viðlegubúnaðinn.
Í raun er ekkert sem kemur í veg fyrir að félagar mæti og rói part með leiðangrinum þótt ekki standi til að tjalda í ey. Ef aðilar eru sjálfbjarga með bakaleiðina þá um kvöldið - ja hví ekki það? Sjáumst bara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2016 10:48 #6 by SPerla
Replied by SPerla on topic Næturróðrar 2016
Alveg djöfullegt að missa af þessari næturróðrarseríu...... :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2016 00:33 - 23 sep 2016 00:34 #7 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Næturróðrar 2016
Krefjandi, hraður en umfram allt frábær róður. Takk fyrir mig!
Allt í allt 15 K
Gaman að sjá hraðan á fimmta km :)


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2016 00:05 #8 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2016
Frábær róður á þessu kvöldi. Fimm bátar á sjó. Allt gert sem auglýst var, nema bættum 3 km við þá tólf sem lofað var. Rörum djúpt inn í Kollafjörð.
Þessi röru; Kiddi, Andri Unnur Eir, Tobbi og ek.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2016 12:47 #9 by Andri
Replied by Andri on topic Næturróðrar 2016
Er næturróður á morgun?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 sep 2016 10:46 #10 by Þormar
Replied by Þormar on topic Næturróðrar 2016
Mjög aflappaður og skemmtilegur róður.

Myrkvið sést allavegana.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2016 23:51 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2016
Fjórir bátar á sjó. Rörum að Gullinbrú. Aðeins dýft litlaputta í straum þar. Ekkert meir.
Þessi röru; Arianne, Unnur Eir, Þormar ok Orsi. Næturróður II er eftir viku á sama tíma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2016 10:50 #12 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2016
Nei fimmtudag. Takk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2016 09:40 #13 by Gunni
Replied by Gunni on topic Næturróðrar 2016
Miðvikudag ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 sep 2016 22:11 #14 by Orsi
Næturróðrar 2016 was created by Orsi
Þá er tímabært að minna á næturróðrana í haustseríunni. Við tökum fyrsta róðurinn á miðvikud, kvöld og svo koll af kolli út mánuðinn. Sjá nánar í dagskrá um það. Hér verður minnt á að þetta er á allra færi sem hafa komið í nokkra félagsróðra þannig að allir eru gvuðvelkomnir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum