Rota eða redda

26 jún 2016 20:34 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Rota eða redda
Ég var á þessu sjókayaknámskeiði í Nauthólsvíkinni um árið 2000 þar sem kafarar hafa sitt hús. Sigurjón Þórðarson var í forsvari- kayakmaður góður -á þann tíma mælikvarða.
Einhver annar var til hjálpar með honum. Fræðsla var um morguninn í kafaraaðstöðunni og eftir hádegi var farið á sjó á Nauthólsvík og ýmsir taktar kynntir- árabeiting - allskonar aðstoð ef á hvolf væri farið - svo sem að annar bátur kæmi að með stefni og sá á hvolfi gripi þar um og hífði sig upp og síðan félagabjörgun. Jú þetta með órólega menn í sjó - var talið ráðlegt að dangla í hausinn á þeim til stillingar-ekki rota.
Og að þessu loknu vorum við útskrifaðir sem fullgildir til róðra. Eitthvað gagn hef ég nú haft af þessu því þetta hefur dugað mér í 16 ár án nokkurra vandamála.
Síðan reyndi ég eitt eða tvö námskeið í Sundlaugunum - einkum í veltutilraunum- það fór allt í handaskolum- gagnslaust með öllu. Þá lögðust af svona námskeiðavesen, hjá mér
Búningurinn var alltaf blautgalli-buxur með böndum yfir axlir- fyrstu 10 árin. Síðan eignaðist ég tvískiptan þurrgalla og að lokum einn heilgalla. Þetta var notað jafn vetur sem sumar.
Og allatíð hefur hann Hasle Explorer reynst mér drýgstur til öryggis og góðrar heimkomu eftir misjafnt volk á sænum. ;)
The following user(s) said Thank You: bernhard

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2016 11:58 - 26 jún 2016 12:06 #2 by Gíslihf
Rota eða redda was created by Gíslihf
Fyrsta reynsla mín af kajakmennsku var námskeið sem tveir ungir menn sáu um í Nauthólsvík, líklega haustið 2003. Fyrst var fræðsla í litla húsi kafaranna með myndbandi um róður sem endaði verulega illa og fyllti mann kvíða. Síðan var verklegt á sjó, aðallega félagabjörgun. Það var kalt, enginn var í þurrgalla og sumir vildu rífa sig upp úr sjó á næsta bát með látum. Þá var sá hinn sami laminn í hausinn með ár kennarans og látinn vera lengur í köldum sjó þar til hann róaðist aðeins. Ég hefði gaman af að hitta þessa kennara aftur en veit ekki hverjir þeir eru. Ég fann ekki neitt athugavert við þetta, enda voru okkur kennnd svipuð vinnubrögð í Laugarnesskóla og Sundlaugunum í tengslum við björgunarsund.
Pabbi minn hafði áður sagt mér að ef ég þyrfti að bjarga drukknandi manni gæti verið ill nauðsyn að rota áður en hann træði mér í kaf í örvæntingu sinni. Hann sýndi mér síðan hvernig best væri að rota mann, með snöggu hnefahöggi skáhallt á neðri kjammann, sem hristi hausinn nægilega án þess að valda meira tjóni en t.d. tannlæknir gæti lagað. Hann hafði æft hnefaleika eins og margir á þeim tíma, en ég sé ekki ennþá hvernig ég gæti þetta í hálfu kafi!

Nú er ég búinn að fara gegnum fjögurra stjörnu próf og 5* þjálfun tvisvar og loks kynnast meðferð gesta á sjó í ferðaþjónustunni hjá Magga og fleirum. Ég yrði rekinn samstundis ef ég lemdi kúnnann með árinni og segði honum bara að slappa af í sjónum, klæddan skvettuheldum toppi og gallabuxum. Nú snýst málið um að koma sundmanni eldsnöggt upp úr sjó, tæma bát hans og láta hann renna sér í mannopið, láta hann síðan fá vindskjól og þurra hlýja húfu og bjóða stuðning, tog og heitan sopa ef þörf krefur.

Hafið þið æft að fá þreyttan og kaldan mann upp á dekk og tæma síðan bát hans af öryggi og klára málið?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum