Hringróður umhverfis Ísland 2016

01 ágú 2016 10:26 #1 by Sævar H.
Sigur í höfn hjá Lee Taylor.
Hann lenti í fjörunni við Gróttu um kl 3:45 í nott eftir > 87 km róður frá Grindavík þaðan sem hann lagði upp kl 11:30 í gærmorgun.

Frá miðnætti var þetta næturróður hjá honum lengst af frá Garðskaga - en í einkar fallegu veðri með miðnæturroðann í vestri og norðri
en borgarljós Reykjavíkur fyrir stafni.
Þetta hefur verið meiriháttar stund hjá Lee að ljúka > 1770 km róðri sínum umhverfis Ísland við svona magnaðar aðstæður.

Hægviðri og sjólaust var leið hans frá Grindavík til Reykjavíkur .

Lee Taylor fékk nokkra slæma veðurkafla á leið sinni sem hafa tafið för - en líka marga góðviðris kafla sem nýst hafa einkar vel.
Suðurströndin með söndunum og jökulfljótunum miklu- reyndist honum á ljúfu leiði .

Fyrir mig sem hef fylgst náið með ,núna þremur hringförum, hef ég hrifist af því hversu góð tök Lee hefur á að hagnýta sér náttúruöflin við róðurinn,
sjávarföllin, vinda og strauma.
Þetta kom fyrst í ljós þegar hann þveraði Breiðafjörðinn - hrein listasigling.
Og ef skoðuð t.d leiðin við þverum Húnaflóa þá sést boga lína-fyrst inn - með aðfallinu og síðan um miðbikið -út með útfallinu.

Nú lýkur þessum innslögum mínum á þennan þráð - Lee Taylor hefur farið með sigur- honum er óskað til hamingju með afrekið.


Kort af róinni leið umhverfis Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6313801442834378706

Hún Fríða reyndist Lee Taylor vel.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2016 11:47 - 31 júl 2016 11:48 #2 by Sævar H.
Lee Taylor nývaknaður í Grindavík :-)


Mynd : Lee Taylor

Í gær réri Lee Taylor frá Þorlákshöfn og til Grindavíkur, þar sem hann gisti í nótt við frumstæðar aðstæður - svaf á smábátabryggjunni í bíví svefnpoka
Hann lagði að baki um 65 km leið (mælt á korti) í nokkuð góðu veðri en breytilegri vindátt og um 0.6 metra ölduhæð.
Nú segir hann á vef sínum að dagurinn í dag geti orðið sá síðasti í róðrinum umhverfis Ísland-75 km leið sé eftir til Reykjavíkur.
Það verður því spennandi að fylgjast með honum á Spottinu nú í dag.
Hann á að fá lens fyrir Reykjanesið -allt til fyrir Garðskaga og gott inn Flóann - 0,7 metra ölduhæð.

Það fer því að styttast í þessum þræði sem hér hefur verið haldið lífi í

Heildarvegalengd sem er að baki er um 1680 km ,mælt á korti samkv. spottækinu - en raunvegaleng gæti verið mun meiri hjá Lee
Þetta hefur aðeins verið til skemmtunnar að færa svona tölur inn,hérna.


Kort af róinni leið umhverfis Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6313453277972024786
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2016 22:16 - 30 júl 2016 09:34 #3 by Sævar H.
Nú er Lee Taylor lentur á Stokkseyri eftir 58 km róður frá Landeyjahöfn, á um 11 klst.
Hann lagði upp kl. 11 í morgun og réri mjög þétt með landinu-sennilega vegna straums og einnig nokkurs aflandsvinds.
Veður var breytilegt oftast NNA en stundum á móti . Ölduhæð var yfirleitt um 0.6 metrar.
Nú hefur hann lokið við lang varhuga verðasta kafla á allri leiðinni- sandana miklu á Suðurströndinni sem spanna óslitið frá Höfn í Hornafirði og vestur til Stokkseyrar .
Lee Taylor hefur sigrað þessa miklu þraut - án vandamála .
Nú eru væntanlega 3 áfangar eftir til að taka land í Gróttu og ljúka þar hringróðri umhverfis Ísland

Ps. Lee flutti sig yfir í Þorlákshöfn til næturdvalar og er þar nú 30.7.

Lee Taylor hefur nú lokið við 1615 km af leið sinni umhverfis Ísland


Kort af róinni leið umhverfis Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6313046114436371858


Lee Taylor á róðri
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2016 20:39 - 28 júl 2016 20:40 #4 by Sævar H.
Og nú um kl 10:30 í morgun lagði Lee Taylor upp frá Vík í Mýrdal, en þangað réri hann frá Skarðsfjöruvita .
Nú var stefna sett á Landeyjahöfn og þangað náði hann um kl 19:30 eftir 63 km róður án landtöku á leiðinni
Hann var um 9 klst á leiðinni sem er um 7 km/klst meðalhraði- en Lee fékk góðan lens SSA 2-8 m/sek og ölduhæð um 0.6 metrar.
Þetta hafa því verið afar góðar aðstæður.
Lee Taylor átti tveggja daga viðdvöl í Vík og hefur greinilega beðið eftir góðum byr fyrir þennan legg sem hann réri í dag.
Nú er hann kominn á seinasta hluta af hinni erfiðu Suðurströnd og hann virðist hafa farið létt með þennan erfiða hluta þó róðaravegalegnd hafi stundum verið löng.
Nú er framundan rysjóttur veðrakafli og því óvíst hvenær næsti róður verður og eins hvort hann hafi hug á að skella sér á Þjóðhátíð í Eyjum :-)

Lee Taylor hefur nú lagt að baki um 1553 km leið af hringróðri umhverfis Ísland


Kort af róinni leið umhverfis Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6312476745036667746

Útsýni frá tjaldstað í Vík í Mýrdal- Reynisfjall- Reynisdrangar



Mynd: Lee Taylor
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2016 08:39 - 25 júl 2016 08:52 #5 by Sævar H.
Það var mjög langur róður hjá honum Lee Taylor í gær og í nótt .
Hann lagði upp frá Ingólfshöfða um kl 13 í gær , þar sem hann hafði dvalið í einn dag eftir róðurinn frá Jökulsárlóni ,og réri í einum áfanga um 84 km leið -allt til Skarðfjöruvita í Meðallandi-skammt austan Kúðafljóts.
Þetta er sennilega ein erfiðasta leiðin á Suðurströndinni fyrir kayakróður- Skeiðarársandur með vötnunum miklu Skeiðará ,Núpsvötnum og Hverfisfljóti sem flæmast um sandana.
Á allri þessari leið er erfitt með landtöku og hefur Lee lent í svoleiðis vanda.
Eftir Spottækinu að dæma ætlaði hann að taka land við Núpsvötnin en ekkert var af því og áfram hét hann för.
Það er ekki fyrr en um kl 3:40 í nótt að hann getur tekið land þarna við Skarðsfjöruvitann.
Hann hefur verið í myrkri við lendinguna og klárlega siglt síðustu km. eftir ljósi vitans í Skarðsfjöru.
En hann dvelur nú þarna og allt í lagi - samkvæmt Spotttækinu.
Veður var gott til loftsins allan tímann og > 1 meters ölduhæð en ekkert er vitað um strauma og áhrif þeirra á för hans- en þeir eru miklir þarna vegna jökulfljótanna og neðansjávarrifin geta myndað öfluga og fyrirvaralausa straumhnúta- upp við sandana.
Lee Tylor hefur sýnt á ferð sinni að hann ígrundar afar vel það sem framundan er ,veður ,sjólag og strauma- og hagar för samkvæmt því.
Hann hefur fram að þessu aldrei lent í vanda sem óvænt hefur hindrað för.
Skemmtilegt að fylgjast með öllu hans háttarlagi við þetta áhættusama ferðalag.

Lee Taylor hefur nú lagt að baki um 1490 km af leið sinni umhverfis Ísland (samkv.mælingu á korti)



Kort af róinni leið umhverfis Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6311174044980155618

Á náttstað við Jökulsárlón


Mynd: Lee Taylor
Attachments:
The following user(s) said Thank You: gsk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2016 09:26 - 22 júl 2016 11:18 #6 by Sævar H.
Eftir þriggja daga dvöl á Höfn í Hornafirði ,vegna veðurs, lagði Lee Taylor upp á ný um kl 17:30 í gær 21. júlí og réri fram í Hornarfjarðarós.
Ekki komst hann þá út um ósinn vegna aðfallsstraums.
Hann þurfti að bíða í 2 klst þarna við útstreymið þar til fallastrauminn lægði.
Eftir að út ósinn var komið var stefna sett á Jökulsárlón og róið skammt undan landinu.
Logn var á sjó og til loftsins.
Kl. 5:30 í morgun lenti Lee síðan við bakkann innan Jökulsárlónsins, eftir róður upp Jökulána .
Alls 58 km róður
Þar heldur hann nú til.
Ekki er staðurinn góður fyrir friðsælan tjaldstað- einn fjölmennasti ferðamannastaður landsins.
Nú ætti Lee Taylor að miða vel áfram -því næstu vikuna er spáin ,hægviðri þarna og því gæti farið að styttast í ferðalok hjá honum- en sjáum til.

Lee Taylor hefur nú lagt að baki um 1368 km af leið sinni umhverfis Ísland (mælt á korti)

Kort af róinni leið umhverfis Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6310076772900616162


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2016 10:41 - 18 júl 2016 11:14 #7 by Sævar H.
Þá blasir Suðurströndin við honum Lee Taylor- að sigrast á þeirri áskorun er mikið verkefni sem bíður hans.
Lee Taylor tók land á Austurtanganum við ósinn ínn á Höfn í Hornafirði kl. um 8:00 í morgun eftir um 39 km róður frá Hvalneskrók.
Hann lagði upp frá Hvalneskrók um kl 01:00 í nótt og réri í fínu veðri til lofts og sjávar þennan lokakafla á Austurlandinu
Og nú er öll Suðurströndin framundan .
Það verður spennandi að fylgjast með róðrinum allan þann kafla.
Hvenær hann leggur upp frá Hornafirði er óvíst því slæm spá er fyrir svæðið alveg fram á fimmtudag
En þetta er Ísland .

Nú hefur Lee Taylaor lagt að baki um 1310 km af leið sinni umhverfis Ísland

Kort af róinni leið umhverfis Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6308613223886770546

Lee kveður Stöðvarfjörð


Ljósmynd: Björgvin Valur Guðmundsson
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2016 15:17 - 17 júl 2016 15:29 #8 by Sævar H.
Nú eru það næturróðrar sem duga hjá Lee Taylor- þá er veðrið skaplegt.
Lee lagði upp frá Stöðvarfirði klukkan um 22 í gærkvöldi og réri suður með landinu- tók land í Papey en dvaldi þar stutt.
Hann setti því næst stefnuna á Hvalnes og tók land í Hvalneskrók . þeim vinsæla hringfara stað um kl 9 :20 í morgun, eftir
um 63 km róður á 10 1/2 klst.. Veður var ágætt -hægviðri en 1,5- 1,7 m. ölduhæð
Það var vel tekið á móti Lee á Stöðvarfirði. Björgvin Valur Guðmundsson, stórhöfðingi á staðnum bauð honum mat,gistingu og sturtu.
Lee var himinlifandi með höfðingskapinn sem hann mætti þarna á Stöðvarfirði

Lee Taylor hefur nú lagt að baki um 1270 km af hringferðinni um Ísland

Kort af róinni leið umhverfis Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6308313153613380530

Lee Taylor leggur upp frá Stöðvarfirði


Ljósmynd: Björgvin Valur Guðmundsson,Stöðvarfirði
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2016 12:35 - 16 júl 2016 20:22 #9 by Sævar H.
Nú þarf Lee Taylor að nýta hverja stund sem gefur á sjó -vegna mjög sveiflukenndrar veðráttu þessa dagana.
Hann lagði upp frá Sandvík norðan Gerpis um miðnætti í nótt og réri allt til Stöðvarfjarðar um 40 km róður
Hann lenti á Stöðvarfirði kl 7´:00 í morgun þann 15. júlí:
Veður var 8-11 m/sek af austri og sennilega hefur ölduhæð verið á bilinu 1.5- 2 metrar

Hann hefur nú lokið við um 1207 km af róðri sínum umhverfis Ísland (samkv. mælingum á korti)

16.7 kl. 20:00
Á heimasíðunni minnst Lee á að þegar hann var búinn að tjalda á bryggunni og var að festa svefn - þá er kallað utan tjalds og honum boðið í heimagistingu ,sturta og matarboð.
Þetta gerði Björgvin Valur Guðmundsson, stórhöfðingi á Stöðvarfirði.
Mér fannst Lee vera grátklökkur yfir þessu frábæra atlæti sem hann fékk þarna - og lofaði Ísland .

Kort af róinni leið umhverfis Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6307529747300109010


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2016 10:36 #10 by Sævar H.
Það er rysjótt veðrið fyrir hann Lee Taylor á róðrinum með Austurlandinu.
Hann var veðurteppur á Borgarfirði Eystri í 4 daga og losnaði þaðan um kl 13:00 í gær 13.júlí.
Veður var fremur gott, en samt mótvindur og ölduhæð var > 1 meter.
Í þessum aðstæðum réri hann allt til Sandvíkur sem er í krikanum norðan við Gerpi-alls um 62 km leið.
Og hann var samfellt 12 klst á róðri allan þann tíma.
Og nú er framundan sama breytilega ótíðin til róðra en hann ætti samt að geta þokað sér suður á Hornafjörð milli óveðurskafla-næstu daga.


Kort af róinni leið umhverfis Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6307126827811469410


Lee Taylor á róðri
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2016 22:25 - 09 júl 2016 22:28 #11 by Sævar H.
Lee Taylor hélt til í Bjarnarey í tvo daga - virðist hafa verið eitthvað lasinn
Hann lagði upp frá Bjarnarey um kl 9 í morgun og þveraði Héraðsflóann og réri allt til Borgarfjarðar eystri-alls um 43 km leið á um 8 og 1/2 klst
Hann lenti í verulegum mótvindi alla leið og ölduhæð var um 1.8 m og þegar við bættist slök heilsa - þá segir hann á síðu sinni að þetta hafi verið afar erfitt.
En hann þokast suður á bóginn hefur nú róið alls um 1105 km af leið sinni umhverfis Ísland

Kort af róinni leið
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6305455447724072274

Velbúinn til sjóferða
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2016 17:29 - 07 júl 2016 09:39 #12 by Sævar H.
Og áfram hélt Lee Taylor í dag róðri sínum suður.
Hann lagði upp frá Skálum á Langanesi um kl 10:00 í morgun og réri þvert yfir Bakkaflóann allt til Viðvíkur sunnan Bakkaflóa
Í Viðvík lenti hann um kl 15:50 eftir tæplega 6 tíma róður í flottu veðri- hægur NNV og lens - smá hæg alda:
Þetta losaði 37 km hjá honum

Lee Taylor stoppaði stutt í Viðvík hann lagði upp aftur kl 22:40 í gærkvöldi (6.7) og réri allt til Bjarnareyjar í utanverðum Héraðsflóa alls um 30 km leið og lenti þar um kl 2:50 í nótt.
Nú um sinn verður veður óhagstætt -NNV vindur og aukin ölduhæð á land. En svo lagast veðrið síðla í kvöld og framundan næstu daga.
(UPPFÆRT 7.7. KL 9:40)

Lee Taylor hefur nú róið alls um 1062 km af leið sinni umhverfis Ísland

Kort af róinni leið
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6304514668320941218

Hríngfarar um Ísland
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2016 21:17 - 06 júl 2016 17:31 #13 by Sævar H.
Öll munum við eftir honum Lee Taylor sem er að róa hringinn umhverfis Ísland.
Hann lét staðarnumið í 2 vikur í Skoruvík á Langanesi og lagðist í flakk um Ísland með dúllunni sinni. En nú hefur Lee hætt svoleiðis kvennastússi og er kominn í kayakinn á ný - hress og endurnærður.
Hann lagði upp frá Heiðarnesi á norðanverðu Langanesi um kl 10:25 í morgun 5.júlí og réri suðurfyrir Langanesið allt að Skálum það sem hann gistir núna.
Veður var gott hæg norðanátt og 1.1 m ölduhæð um 45 km leið
Sum sé nú liggur leiðin í suður næstu dagana

Kort af róinni leið
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6303953314177952610

Lee Taylor
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2016 14:06 - 19 jún 2016 14:09 #14 by Gíslihf
Lee virðist nú bíða betra veðurs í Skoruvík. Hann segir um Fontinn á Langanesi í Feisbókarfærslu: This is the Cape Wrath of Iceland so needs some respect.
Ekki man ég hvað sá höfði heitir í fornsögum okkar, en þegar farið er austur fyrir hann tekur við straumþungt svæði sem togarakarlanir kölluðu Pentilinn þegar ég var með þeim og sögðu sumir farir sínar ekki sléttar af ferðum sínum þar í gegn til að selja afla í breskum höfnum.
Frá Skoruvík að Skálum á Langanesi eru um 25 km með sjávarbjörgum og stórgrýttri fjöru á stöku stað þar sem oft er ekki lendandi nema lífið liggi við. Sé eitthvað að veðri eða sjó úr norðri eða suðri skiptir alveg um við Fontinn. Hefði Lee haft orku og löngun í fyrrakvöld til að halda áfram þá var nóttin blíð, en óvíst er að það væri betra að bíða þar, áveðurs og með bátinn í grýttri fjöru neðan við brattan bakkann. Hins vegar eru Skálar aðeins í 40 mín göngufæri frá Skoruvík og vel þess virði til að komast í hreinlætisaðstöðu og gott vatn. Vonandi veit hann af því.

Það væri svo forvitnilegt að frétta af þýska hringfaranum sem Dóri birti mynd af að vestan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2016 08:40 - 19 jún 2016 10:08 #15 by Sævar H.
Nú dvelur Lee Taylor í Skoruvík á Langanesi . Hann réri frá Grenjanesi í gær austur með Langanesi ,að norðan ,um 33 km leið
Nú er spáin slæm fyrir næstu daga- alveg fram á miðvikudag 22.júni. Hvort hann reynir að komast fyrir Langanes í dag og t.d í Skála er möguleiki
Eftir daginn í dag er allt ófært vegna hvassviðris.

Nú hefur hann róið alls um 950 km af leið sinni umhverfis Ísland

18.6 : Samkvæmt Fb síðu hans hindraði slæm þoka förina fyrir Fontinn , straumröstina miklu- Lee ber virðingu fyrir þeim náttútuöflum og bíður færis.
Flott hjá honum

Kort af farinni leið.
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6297450019195379666

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum