Vefmyndavél

18 maí 2016 21:53 #1 by Þormar
Replied by Þormar on topic Vefmyndavél
Það eru líka til dummy-vélar, líta út eins og myndavélar en eru það ekki. þarf ekkert leyfi fyrir þeim. Þær hafa bara fælingar mátt þannig þeir sem ætla henda rusli þarna hugsa sig tvisar um.
varðandi ástarleikina veit ég ekki, gæti hugsanlega trekt að. hver veit ;)
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2016 18:48 - 18 maí 2016 18:49 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Vefmyndavél
www.faxafloahafnir.is/vefmyndavel-faxafloahafna/

Jú það er margt sem þarf að hafa í huga..
kv
Ingi :blush:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2016 18:39 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Vefmyndavél
Þetta er í raun njósnamyndavél....Þarna fer margt fleira fram en sjósetning og landtaka kayaka...... hef heyrt að þessi staður sé vinsæll til ástarleikja þegar húmið færist yfir.... gæti bara vel trúað því :P
Og hver vill láta sjónvarpa svoleiðis um heimsbyggðina :(
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2016 18:31 - 18 maí 2016 18:32 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Vefmyndavél
Það þarf vottorð frá vottorðastofu og vottorð frá þeim sem vottar vottorðastofu, þ.e. ráðherra. Nú ráðherra þarf líka leyfi, frá þingflokki og þingflokkurinn sækir leyfi sitt til okkar, kjósenda, Sigga og Gunnu.


Þannig að það er besta að tala bara beint við þau.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2016 17:57 #5 by Klara
Replied by Klara on topic Vefmyndavél
Þetta var rætt innan stjórnar - man ekki hvenær - þá kom í ljós að það þarf alls konar leyfi fyrir svona myndavélum þar sem þetta er á esk almenningssvæði. Þegar þarna var komið í flækjustigi þá hættum við að spá í þetta.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2016 16:42 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Vefmyndavél
Í félagróðri um daginn urðu smá umræður um þetta mál. Spurt var afhverju væri verið að spá í þessu. Ég held að þetta sé kallað öryggismyndavél í flestum tilfellum.

Þeir sem hafa stundað róður úr Geldinganesi hafa oft komið að heilu ruslabingjunum og drasi úr görðum í og við aðstöðuna. Gleymst hefur að loka gámum og svo framvegis. Öryggismyndavél kemur ekki í veg fyrir að fólk hendi drasli þarna en hægt er að lesa númer af bílum og finna út hver er að verki og það að myndavél sé til staðar gæti í sumum tilfellum fælt frá.

Þessari hugmynd var komið á framfæri til að fá umræður. Það er greinilega enginn áhugi á þessu svo að við getum bara gleymt þessu.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2016 09:19 - 11 maí 2016 18:26 #7 by Ingi
Vefmyndavél was created by Ingi
Er mikið mál að koma vefmyndavél fyrir á staurnum? Helst sem hægt er að snúa í 360°
kv
Ingi

www.vedur.is/vedur/athuganir/vefmyndavelar/adrar_vefmyndavelar/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum