Sjókort í snjallsímann

26 apr 2016 12:58 #1 by gudmundurs
Hef lengi haft áhuga á að sjá opin sjókort á Íslandi. Eins og staðan er núna eru hafdýpisupplýsingar að því er virðist harðlokaðar upplýsingar og selda dýrum dómum þó að opinber ríkisstofnun sjái um söfnun og úrvinnslu þeirra. Fyrir nokkrum árum voru kortagögn LMÍ gerð opin og ókeypis fyrir notendur og væri ótrúlega gott ef þetta sama yrði gert með sjókortagögn.
Stór lönd á borð við Bretland og Bandaríkin hafa opnað stóra gagnagrunna sem eru unnir af ríkisvaldinu þannig að ég sé ekki hví við ættum ekki að geta gert það :)
En appið lúkkar vel og ég hlakka til að prófa það :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2016 10:59 #2 by Andri
Ég rakst á þetta og var að setja upp hjá mér. Virkar spennandi og mér datt í hug að einhverjir hér gætu haft áhuga.

play.google.com/store/apps/details?id=com.isea.Embark
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum