Hvað ættum við að hafa í sjúkrapúða/-kassa

30 jan 2016 23:16 - 31 jan 2016 15:38 #1 by Sævar H.
Þegar hann Guðni Páll var á hingróðrinum og staddur utan Drangeyjar á Skagafirði - það varð hann lasinn og illt í efni . Enginn sjukrakassi hefði dugað þar með plástrum og magnyl. En hann hafði hana Þóru sér við hlið sem kom kappanum til aðstoðar við að ná landi- þar tóku læknavísindin við og Guðni kláraði hringinn.
Og eins og hann Agúst Ingi minnist á þá eru skipsstjórnarmenn þjálfaðir til læknisaðstoðar á sjó- komi upp tilvik. Á mínum ungdómsárum var ég farmaður sem sigldi um heimshöfin og oft fjarri landi. Ég átti þá til að fá ígerðir í putta- hvað svo sem orsakaði það. En þegar rauð æðarrák var kominn upp handlegginn var talið komið hættuástand. Einn stýrimaðurinn var sérlega lúnkinn við að bjarga svoleiðis. Sprautað var frystiefni á puttann þar sem ígerðin var og því næst skorið í meinið og hreinsað út- búið um af smekkvísi. Því næst var sprautað með að ég held sulfa í æðri endann (penisilín var ekki algengt þá) og þetta dugði. Þetta skeði tvisvar- þrisvar á minni farmennsku- síðan ekki meir. En ég veit ekkert um sjúkrakassa og innihald þeirra -utan gott er að eiga plástur við litlu sári og á göngu við hælsæri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jan 2016 15:20 #2 by SPerla
Nú og ef maður vill losna við óþarfa bið á slysó (ef svo illa fer að maður endar þar) að þá er bara að bera sig mjög aumlega og grenja nógu andskoti mikið :laugh: Þar hafið þið það!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jan 2016 21:32 - 30 jan 2016 13:43 #3 by Ingi
Svartan kjól og boxhanska. Kannski eina magnyl. Það er því miður ekki til endanlegt svar við þessari spurningu Gunnar Ingi. Það eru kannski læknar eða einhverjir aðilar í heilbrigðisgeirarnum best fallnir til að svara þessari spurningu. Allir sjómenn fara reglulega á lyfjakistunámskeið, hjálp í viðlögum og svo eru skipstjórnarmenn sendir á bráðavakt á slysó til að viðhalda réttindum sínum. Þar fá menn þjálfun í að taka á móti slösuðu fólki og það kemur sér vel þegar slys verða fjarri mannabyggðum. En það er sjálfsagt að reyna að gera sér grein fyrir helstu meiðslum og heilsuvandamálum sem upp kunna að koma í róðrarferð.
Síðast þegar ég fór á slysó lögðu hjúkkurnar mikla áherslu á að við kynnum að setja upp þvaglegg. Fer ekki nánar útí það hér en ég skal fara í það ef ég er með í ferð þar sem það kemur upp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jan 2016 20:41 #4 by Gummi
Ætli það sé ekki best að svara þessu strax áður en ýtt verður frekar eftir manni.
Í gegnum mín straumvatnsár þá var ég megnið af tímanum með sjúkrapúða með mér og það sem týndist úr honum var sem betur fer lítið en þó einhvað. Ég man að eitt sinn límdum við saman eitt fallegt sár með þar til gerðum plástrum sem maður fær stundum á slysó og það heppnaðist alveg prýðilega, svo vel að það fékk að halda sér. Svo var ég með fatla (þríhyrnu) sem fékk líka að fara í notkun. Reyndar eru meiðsl á ýmsum liðum handa, mjög algeng í þessu sporti og ekki nema á færi al reyndustu sérfræðinga að eiga við mörg þeirra. Þegar fólk er að undirbúa róður um svæði fjarri mannabyggðum er fínt að hafa með sér hina frábæru kennslubók í fyrstu hjálp í óbygðum, svona til að fletta upp í ef einhvað óvænt kemur upp, eins og td massíf sinaskeiðabólga. Ég á þessa fínu bók og hef oft dundað mér við að fletta henni í frítíma mínum.
Einnig er mjög mikilvægt í lengri ferðum að vera með töluvert magn af Duct tape með sér því það er ótrúlega gott til að búa til alls kyns stoðir og styrkingar ef einhver tognar eða brýtur útlim. Ég réri td oft með svona ca 1 m af teypi upprúllað á miðjuni á árini. Og oftar en ekki hvarf það smá saman af árini (það má líka rúlla svona bútum á göngustafi til fjallgangna).
Það er með öðrum orðum fínt að vera með flest það sem fylgir svona venjulegum sjúkrapúða, passa að það sé nóg af plástrum til að líma saman sár. Einhvað af silkiteypi til að líma stærri grisjur á sinn stað. Einn þríhyrning (fatla) til að halda uppi laskaðri hendi, eða úr lið hendi. Einnig er mjög gott að fjárfesta í svokallaðri SAM spelku sem er viðkomu eins og frauð einangrunardýna en er með kjarna úr áli sem er hægt að forma og breyta í spelku. Ég notaði td svona SAM spelku græju + duct tape þegar frúin braut á sér únlið í reiðhjólaferð ásamt fatla og linaði það þjáningar hennar töluvert á leið okkar á spítalan.
Lyf á engin að gefa öðrum sem ekki hefur til þess kunnáttu, því við viljum ekki bæta ofnæmisviðbrögðum ofan á vanlíðan. Það má alveg vera með verkjalyf fyrir sig sjálfan og sinn maka en alls ekki að vera með lyf með sér til að gefa öðrum. Í flestum tilfellum erum við það nærri mannabyggðum að ef einhver verður alvarlega veikur þá er einfaldast að hringja eftir hjálp (1-1-2) eða kalla eftir henni með talstöð. Á sundunum ætti td viðbragðstími að vera það stuttur að sá sjúki væri komin undir læknishendur innan klukkutíma.
Svo þarf auðvitað að vera eitt neyðarblys þarna nærri.
Mitt fyrstuhjálpar dót var alltaf troðið ofna í lítinn vatnsheldan Prijon poka og var þar þurrt og hreint alla tíð.

Sem sagt, plástrar, grisjur, fatli, spelka og slatti af teypi

Kv. Gummi Bj.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jan 2016 16:52 - 28 jan 2016 17:18 #5 by Orsi
Þetta eru gildar spurningar. Ég myndi halda að nú þyrftum við að fá innlegg frá Gísla, Guðna, Magga og Gumma Björgv.amk. í fyrstu lotu, og athuga hvað þeir þurftu oftast að nota úr sínum sjúkratöksum á ferðum. Mikil þekking sem hefur safnast þar upp.
Í annan stað mætti skoða hvaða meiðslum ræðarar eru útsettir fyrir. Stundum sláum við árablöðum í ennið á hvert öðru, blóð og jukk, Maggi þekkir það. Síðan erum við dugleg að stanga hvert annað með bátum, brenna okkur á heitu vatni í tjaldstað, eða hrufla og skera okkur á hnífum og þannig mætti telja..
Ég hef haft mest gagn af verkjatöflum og sáraþvottaklútum, kælipokum, teygjubindum, bæði fyrir mig og mína skjólstæðinga, plús (hælsæri)plástra og sárabindi.. þetta er það sem staldrar styst við. Annað óhreyft árum saman.

Eitthvað til að kæla, skola og binda og lina verki, mest álag á þessa hluti semsagt. Að ekki sé talað um blessaðan símann og 112 takk.

Að lokum má bæta við ágætan lista Gunna. Þarna eru hentugar lausnir við róðrarfólk.

Fjallakofinn er með þessa:
www.lifesystems.co.uk/products/first-aid...door-kits/waterproof
Hérna er grein um uppbyggingu á kayaksjúkrakassa
www.paddling.net/guidelines/showArticle.html?102

Og þennan framleiðanda þekkjum við:
www.adventuremedicalkits.com/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2016 17:30 - 27 jan 2016 17:36 #6 by Gunni
Í tilefni þess að sjúkrapokinn minn sjóblotnaði og helmingur innihalds og að ég þurfi að endurnýja hann, er rétt að spyrja hvað þið viljið að sé í slíkum poka/kassa.
Er einn poki fyrir allar ferðir?
Er einn fyrir þetta stutta, félagsróðra og annar fyrir margra daga túrana ?
Er róðrarstjóri / farastjóri með eitthvað meira?

hvað er svo finnanlegt á netinu :

Sjúkrapúðar Landsbjargar hjá Netsöfnun Hér er innihaldslýsing á þeim
Sjúkrakassar Landsbjargar
Innihaldslýsing frá langasjo.is
fyriralla.is - púði
Rauði krossinn
fjalli.is - Ortlieb
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum