Voss 2015

28 nóv 2015 06:07 #1 by Jói Kojak
Voss 2015 was created by Jói Kojak
Ákvað að skutla í smá video annál fyrir 2015.

Þetta árið er búið að vera frekar hektískt. Það sem stendur uppúr er að þriðji strákurinn mætti á svæðið í lok júní og svo fluttum við fjölskyldan til Voss í júlí. Flutningurinn hafði verið í pípunum í svolítinn tíma en nú var komið að því að hrökkva eða stökkva. Við stukkum.
Voss er í einu orði sagt draumastaður fyrir straumkajakfólk. Við búum 2,5 km frá Voss Raftingsenter og þar er slalombraut sem klúbburinn hérna setti upp og sér um. Frábær æfingaaðstaða. Við förum oftast í Strandaelvi og Raundalselvi - báðar hérna rétt handan við ásinn.
Svæðið hér býður uppá miklu meira:

Brandset - þar sem race-ið á Ekstremsportveko er haldið
Myrkdalselvi - ein af þeim flottustu með flúðir eins og Holy Diver
Steine - heitir reyndar Tverrelvi (Þverá) - stóra slædið í vídjóinu - þarf dálitla rigningu til að virka almennilega.
Jordalselvi
Teigdalselvi - helst þekkt fyrir hið svokallaða Double Drop.
Hommedalselvi - nýlega uppgötvuð - rennur út í Strandaelvi rétt fyrir ofan put-in fyrir rafting.

Ég á heilmikið eftir hérna. Hlakka til vorsins.


vimeo.com/147077595

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum