Norðanbelgingur á Skerjafirði,Gróttu og Kollafirði

29 ágú 2015 21:29 #1 by Egill Þ
Ég tek undir sjónarmiðið hjá Gunna að fjölbreytni í veðuraðstæðum er jákvætt fyrir keppnishald hjá okkur. Það gefur kayakkeppnum aukið gildi að hafa fjölbreytilegar keppnisaðstæður. Af þeim sökum er eðlilegt að ákvarða keppnisdagsetningar með löngum fyrirvara og takast síðan á við veður á þeim degi. Hálfmaraþonið þar sem róið er fyrir Gróttu er skemmtilegt því þar má oft búast við krefjandi staðbundnum aðstæðum. Það er ekki vilji okkar að hafa allar keppnir á lágdauðum sjó þar sem hraðskreiðir bátar (surfski, Taran, Inuk, ...) og vængárar gefa mikið forskot. Í hálfmaraþoninu er leyft að skipta um bátaflokk til að geta tekist á við þessar breytilegu aðstæður.

Keppnisnefnd fylgdist vel með veðurspám og taldi lengst af að aðstæður væru innan marka. Um tíma var spáin svipuð fyrir hádegi á föstudag og hádegi á laugardag. Við fórum því að skoða aðstæður á Gróttu á hádegi á föstudag. Augljóst var að norðanáttin er mjög erfið á Gróttu þegar hún fer saman með öldu og stórstraumsfjöru. Það hefði verið óverjandi að vera með keppni við þær aðstæður sem voru á föstudag. Búast má við að nokkrir/margir færu í sjóinn og við hefðum átt erfitt með að tryggja öryggi allra þó við hefðum þrjá öfluga kayakræðara til aðstoðar við Gróttu auk gæslubáts. Það var a.m.k. 5 km leið (að Örfirisey) með mikilli ölduhæð (1 til 2+ m), miklu öldubroti og miklum hliðar- eða mótvindi (≥14m/s).

Það var skoðað að breyta róðrarleið og fara í eyjaslemmu (Geldinganes, Þerney, Lundey, Viðey, Engey og Akurey). Aðstæður á þeirri leið hefðu væntanlega verið innan marka en útfærslan hefði þurft meiri undirbúning. Þetta er flóknara í útfærslu því erfitt er að hafa virkt eftirlit á allri leiðinni auk þess sem erfitt er með aðstoð í stoppi og lítið hægt að fylgjast með framvindu úr landi.

Eftir að hafa skoðað aðstæður á Gróttu á föstudag og fyrirliggjandi veðurspár var auðvelt að meta aðstæður of krefjandi fyrir keppni á laugardag þó svo að veðurspá gaf heldur lægri vindhraða (ca. 12 m/s). Það sem gerði ákvörðunina um að fresta keppni til sunnudags erfiða var hins vegar að aðstæður á sunnudag eru fullkomin andstæða við aðstæður á áður ákvörðuðum keppnisdegi. Óæskilegt er að keppnisnefnd sé að velja aðstæður sem hygglar vissum bátum. Æskilegra hefði verið að geta breytt leið eða tímasetningu þ.a. aðstæður skánuðu uns þær væru taldar innan marka.

Ég fór og skoðaði aðstæður á Gróttu í dag (11:45-13), þá voru þær eins og sést á myndum Sævars. Áætla að vindur hafi verið um eða yfir 12 m/s.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2015 17:49 #2 by bjarni1804
Þessi keppni er hugsuð fyrir alla. Í því sjólagi, sem fyrirsjáanlegt var á milli Gróttu og Örfyriseyjar er líklegt að fátt hefði verið um skíðin, en einnig minni spámennina, sem mæta í svona keppni ekki síst til að keppa bara við sjálfa sig. Þetta hefði orðið fámennt mót (og góðmennt).

Sem leiðir þá hugann að því hvort grundvöllur sé fyrir keppni við erfitt sjólag, t.d. Geldinganess-Þerneyjarhringur í hæfilega vitlausri vestanátt. Sigurvegarinn fengi titilinn Kayaxlinn þess árs.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2015 16:51 - 29 ágú 2015 18:02 #3 by Gíslihf
Ath. innleg mitt tæmt við eigin ritskoðun -
ekki fjarlægt af síðustjóra :)

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2015 15:57 - 29 ágú 2015 18:26 #4 by Bjorg
Ágætu félagar
Ég styð þessa ákvörðun keppnisnefndar af heilum hug enda þekkja þeir eflaust manna best hvernig aðstæður geta orðið varasamar þegar tekist er á við Ægi hér við land!
Ég hlakka sannarlega til að mæta í fyrramálið með sól í hjarta og sinni.
Hlýjar kveðjur, Björg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2015 15:51 - 29 ágú 2015 22:33 #5 by Ingi
Það er ekki sanngjarnt að gagnrýna þessa ákvörðun keppnisstjórnar. Þeir verða að gera ráð fyrir verstu aðstæðum sem kynnu að koma uppá við þessi skilyrði. Það er fúlt en það er það réttasta..
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2015 14:51 #6 by Gunni
Ákvörun var tekin sem gott og eg virði, en er ekki sammala. Venjulegir huðkeipar ráða við þessar aðstæður og ræðarar sem róa allt árið við allar aðstæður. Eg hef tekið þatt undanfarin ar a minum hefðbunda margnota bat og sætt mig við að einnota keppnisrör njóti veður og sjolags, vitandi (vonaði) að það kæmi að aðstæðum sem ég æfi mig í. En það er gjaldfellt núna, sléttur sjór og dauðalogn skal það vera þó ekki standi það i keppnislýsingu.
Ekki á eg von a fleirri þátttakendum nema til séu fleirri einnota rör sem vilja rennislétta hraðbraut undir sig. Venjulegir batar halda sig áfram bara heima.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2015 14:03 - 29 ágú 2015 14:05 #7 by Sævar H.
Þegar ég leit út kl. 9:00 í morgun og brá stóra kíkinum fyrir betra augað og skannaði Skerjafjörðinn , Suðurnes ,Gróttu og uppí Hvalfjörð (Ég bý efst í Áslandinu í Hafnarfirði gömlum útsýnisstað til sjávar að fornu ) þá blasti við mér ágætis sjólag á Skerjafirði langleiðina að Suðurnesi ,sunnan við Gróttu- þar blasti við norðanvindstrengur utan úr Hvalfirði og haugasjór-kröpp alda. Þetta spannaði síðan allt hafsvæðið uppá Kjalarnes og út Flóann-Sundin meðtalin. Þá leit ég á kort Veðurstofunnar þar blasti þetta allt við í spáformi, 14-16 m/sek frá Vatnsleysuströnd og upp í Hvalfjörð - út Flóann og fyrir Gróttu. Og ég gerði mér far út í Gróttu og skoðaði aðstæður úr návígi ásamt því að taka nokkrar myndir af raunveruleikanum þarna. Þær fylgja hér með, (sumar eru teknar með adrætti ) Heldur bætti í vind og ölduna eftir að ég kom á staðinn . Þetta slæma sjólag spannaði Maraþonleiðina frá Suðurnesi fyrir Gróttu og síðan fyrir Örfirisey. Eftir það var bara gott leiði einkum eftir kl. 13:00.
Ég vil þakka keppnisnefndinni fyrir að hafa fært keppnina á einstakan góðviðrisdag til loft og sjávar- alla leiðina- sem verður á morgun ,sunnudag :cheer:
Vonandi fjölgar keppendum við þessa niðurstöðu :P

Myndir teknar á Gróttusvæðinu milli 11:00 og 12:00 29.ágúst 2015
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6188424220073238097

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2015 13:02 - 29 ágú 2015 13:04 #8 by Gíslihf
Við lærum helling af þessum pælingum - og oft er það efinn, að fara eða fara ekki. Vindakort Veðurstofu sýnir strenginn út Hvalfjörð ná út á Faxaflóa og inn yfir Vesturbæinn, en sveiflast til eftir því sem dagurinn líður - mjög erfitt er væntanlega að spá um jaðar vindsins.
www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/hofudborgarsvaedid/
Annað atriði sem við megum ekki flaska á eru ölduspár: Tilraunalíkan fyrir Faxaflóa og vefsíðan Magicseaweed eða aðrar slíkar reikna trúlega út hafölduna (swell) út frá ölduduflum, fjarlægðum (fetch), meðalvindi á hafsvæði og lögun strandar en ekki staðbundna vindöldu og því er oftast spáð sléttum sjó hér við Reykjavík, þótt vindaldan reynist síðan bæði kröpp og stutt milli brota.
Ég er til í að vera með í æfingum við Gróttu ef einhver lætur vita tímanlega. Minnist ég ótrúlega spennandi róðurs sem ég fór með Eyma, Páli R og Guðna Páli fyrir Nesið um árið - milli brims og boða.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2015 12:19 #9 by Andri
Vindurinn virðist hafa gengið mikið niður frá því að ég var þarna milli kl 9 og 9:30, þá voru aðstæður þannig að ég treysti mér ekki lengra einn þegar ég kom að Seltjarnarnesi...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2015 11:42 #10 by SAS

Mynd tekin nuna á Gróttu kl 11:35. Nkl ekkert að þessu.

Kv
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2015 11:21 - 29 ágú 2015 11:22 #11 by Andri
Ég skrapp í morgun til að kanna aðstæður. Réri frá Kópavogshöfn og hitti Björgu og Óla við aðstöðuna á Skeljanesi, þau voru á surfski- um en ég á mínum Rapier. Við tókum smá hring um voginn en svo kvaddi ég þau og réri að Golfskálanum á Seltjarnarnesi. Það var sléttur sjór og smá SV gola á voginum en það er þvert á vindstrenginn sem er úti við nesið, líklega er vindurinn að haga sér svipað og það sem við köllum "eddy" í straumnum. Við Seltjarnarnesið var hvasst og hvítir öldutoppar. Þarna var þónokkur vindalda en ekki mikil undiralda, ég sá ekki sjólagið við Gróttu enda snéri ég við hjá Golfvellinum. Aðstæðurnar þarna hefðu verið skemmtilegar fyrir vana ræðara á ferðabátum en líklega mjög krefjandi fyrir keppnisbáta og þess vegna snéri ég við enda einn á ferð. Alls voru þetta 15,2 km en verst hvað er langt í róðrarbókina því maður þarf að hafa sig allan við til að hanga í Top10 :)

Ákvörðun um að keppa ekki við þessar aðstæður var skynsamleg, keppendur hefðu getað lent í vandræðum. Það væri samt gaman að fara í skemmtiróður þarna einhvern daginn við svipaðar aðstæður og í góðum hóp.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2015 21:53 - 28 ágú 2015 21:53 #12 by Sævar H.
Aðeins að árétta hvernig ég hagnýti veðurkort- veðurspár.
Vindmælir á staðnum segir eingöngu hvernig vinstaða er á þeim púnkti sem hann upplýsir síðast og gagnast ekkert við að gera sér grein fyrir þróun veðurs. Þegar sjóferð hjá mér er fyrirhuguð (sem er hverfandi núorðið) þá fer ég vandlega yfir heildar veðurkortið fyrir landið-fæ yfirlit. Síðan er það landshlutaspáin - hvernig þróun verður þann tíma sem ég ætla að vera á sjó. Það sem skipti mig höfuð máli er vindstyrkur og vindstefna . Síðan er það sjólagið - ölduhæð- og öldustefna. Þegar allt þetta er líklegt til að haldast innan þeirra marka sem ég ræð vel við - án áhættu- þá fer ég á sjó. Þá kemur að reynslunni. Hún snýr að þeirri þekkingu sem hefur byggst upp á löngum tíma með lestri þessara gagna og hvernig veður og sjólag var í raun. Það er reynslubankinn .
Þessi reynslubanki er svona gagnagrunnur við aflestur á uppgefnum veðurkortum og ölduspám og síðan hvernig ég áætla þróunina í ljósi reynslunnar- og það er nú verkurinn . ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2015 21:16 - 28 ágú 2015 21:22 #13 by Gíslihf
Reynslan er drýgst eins og fram kemur hjá Sævari.
Veðurstofan virðist ekki vera með vindmæli á þessum mikilvæga stað.
Ég fór í Gróttu í dag til að skoða aðstæður og þær voru spennandi fyrir 4ra stjörnu ræðara og aðra sem vilja takast á við erfitt sjólag og hefði ég verið til í að æfa á svæðinu.
Þegar ég var hins vegar beðinn um álit fyrir keppnina þá blasti við að sumir bátar eru ekki gerðir fyrir slíkt sjólag, hugsanlega helmingur keppenda mundi þurfa aðstoð og sumir lenda á sundi. Bátur björgunarsveitar hentar ekki til að bjarga ræðara sem fer krappt fyrir Gróttu vegna kappsins, ræðara sem veltur og berst með öldu og vindi upp í grjót á nokkrum mínútum - í flestum tilvikum hjálmlaus.
Annað sem huga þarf að á sunnudag við Seltjörn þar sem skyldustoppið er, að grunnt verður í hádeginu á leið þar inn, þar sem einu sinni var malarkambur eru grynningar á fjöru. Einnig þurfa tímaverðir og aðrir þar að vera vel stígvélaðir til að vaða þarann og leirinn niður að sjávarmáli.
Reyndar verða flestir þarna um kl. 11, en þeir fá þá að vaða leirinn frá flakinu í Eiðsvíkinni okkar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2015 16:37 - 28 ágú 2015 21:33 #14 by Sævar H.
Nú er búið að fresta 1/2 maraþoninu sem átti að vera 29. ág en verður 30 ág. Norðanáttinn gaf ekkert færi á hafinu þarna fyrr.
Svæðið er mjög erfitt í norðanátt -strengur stendur út Hvalfjörðinn og rótar upp sjó. Mjög hvasst var þarna í dag en verður heldur hægari á morgun en samt hvass og mikill sjór. Aðfaranótt sunnudags gengur þessi belgingur niður og sjór stillist fljótt. Það verður sum sé gott á sunnudag til róðra.
Eftir > 11 ára samvistir við þetta svæði á sjó-árið um kring er ég nokkuð kunngur þessu veðursvæði, við fiskveiðar.
Nú er gott hjá kayakræðurum að bera saman veðurspána og tengja kortið við raunveruleikann til hafsins.

Ég fór um þetta svæði í dag og tók nokkrar myndir sem eru lýsandi fyrir aðstæður
Skýringatextar eru við myndinar til glöggvunnar.

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6188089695467095489
Frá Nauthólsvk í skjólinu frá norðanáttinni
Attachments:
The following user(s) said Thank You: Ingi, Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum