Straumkayak vantar í laugina!

29 júl 2015 12:05 #1 by Andri
Ég er nokkuð viss um að þetta sé einn af bátunum sem við notuðum í ferðina 14.maí.
Þá voru bátar sóttir á kerru í laugina og öllum skilað sama dag. Kayakinn reyndist svo vel að ég leitaði sérstaklega að honum fyrir næstu ferð, en þá var hann horfinn. Gerði ráð fyrir að eigandinn hefði sótt hann í laugina....

Vona að þessi góði kayak finnist og þakka Pétri fyrir afnotin sem klúbburin hefur haft af honum meðan hann var í lauginni.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2015 16:52 #2 by gsk
Replied by gsk on topic Straumkayak vantar í laugina!
Get staðfest að engir sundlauga bátar hafa verið seldir á meðan ég hef verið með budduna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2015 16:20 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Straumkayak vantar í laugina!
Veit ekki til þess að neinir straumvatnsbátar hafi verið seldir. Gísli gjaldkeri má gjarnan staðfesta það. Það var hins vegar óskað eftir bátum frá til kaups eða láns, sem ekkert varð af.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2015 13:44 #4 by Steini
Fyrir nokkrum árum stóð til að selja Keili nokkra báta, veit ekki hvernig það endaði. Þessi bátur gæti hafa lent þangað, eins og einn af mínum bátum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2015 12:22 #5 by SAS
Pétur Þór er að leita af bátnum sínum sem var geymdur í Laugardalslauginni

"Kayak horfinn úr lauginni - Vinsamlegast aðstoðið! Kæra kayakfólk Við hjónin höfum undanfarin 10 ár eða svo geymt 2 báta í Laugardalslauginni, sem klúbburinn hefur fengið að nota í starfsemi sinni. Þegar við ætluðum að sækja gripina um daginn kom í ljós að annar er þar ekki lengur og nú þurfum við hjálp ykkar við að finna hann. Þetta er gulur Pyranha Blade eins og þessi i997.photobucket.com/albums/af100/butler.../Bladecompressed.jpg (nema gulur auðvitað). Báturinn er stimplaður með "K"-i klúbbsins og hefur því væntanlega verið lánaður eitthvert út í góðri trú. Ef þú ert með bátinn eða veist hvar hann er niðurkominn þá vinsamlegast heyrðu í mér í síma 6607040 eða sendu mér skilaboð. Með kærri þökk, Pétur"

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum