Vorhátíð Kayakklúbbsins 9. maí 2015

10 maí 2015 18:02 #1 by SPerla
Ég hafði það ansi náðugt í gæslunni og eins og endranær var þetta hin besta skemmtun :) - Takk fyrir mig!
Tók örfáar myndir við rásmarkið.

picasaweb.google.com/111324008179441784608/Vorhati2015

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 20:54 #2 by Orsi
Takk fyrir daginn - ekki síst keppendum í 4. til 8. sæti þar sem baráttan var grjóthörð og skemmtileg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 20:00 #3 by olafure
Flott orð að vanda frá þér Sævar
Takk fyrir frábæran dag öll sömul, þetta er frábær félagsskapur.
Kveðja
Ólafur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 16:22 - 10 maí 2015 22:47 #4 by Sævar H.
Þetta urðu heilmikil hátíðarhöld , Vorhátiðin 2015 .
Fullskipað var í 10 km róðurinn en einn keppandi skráði sig til leiks í 3 km róðurinn.
Allir rötuðu róðaramenn og konur keppnisleiðina í 10 km , enda með björgunarsveitarbát og 3 kayakleiðsögumenn á öllum hornum og komu í mark svona eftir bestu getu .
En eini keppandinn í 3 km var einmanna á sinni braut og lenti í því að finna ekki leiðina og varð því minna úr keppni en hugur stóð til- enda kannski ekki mikil keppni ef maður er einn á ferð. .
Samt skilað keppandinn sér í mark eftir góðan róður með Geldinganesinu- gott hjá henni :)
Logn var fyrst um sinn en síðan gerði nokkra vindstrengi öðru hverju hiti var um 7 °C þegar sólin lýsti á okkur en norðan næðingurinn var samt kaldur:
Þegar allir höfðu skilað sér í markið þá beið okkar veisla með pulsum og fleira góðu.
Og að lokum var verðugum veitt verðlaun - og þá var klappað :P
Semsagt hin besta skemmtun
Kærar þakkir fyrir daginn ;)

Ég tók nokkrar myndir sem fylgja hér með hafi fólkið áhuga
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6146901843783891889

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 14:51 #5 by Jónas G.
Hæ, þetta var þessi fína keppni í morgun, er hérna með slatta af myndum frá henni ef einhver vill skoða.
Sjáumst á sjónum
Jónas G.
The following user(s) said Thank You: Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2015 23:00 #6 by Sævar H.
Nú er að vakna snemma og mæta tímanlega á Vorhátíðina- þetta verður spennandi og skemmtilegt :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2015 13:05 #7 by Egill Þ
Á Vorhátíðinni verður (að tillögu Inga) keppt í áratogi þar sem allir geta tekið þátt.

Fyrirkomulag keppni er liðakeppni þar sem 3-4 þátttakendur eru í hverju liði. Tvö lið keppa í einu í útsláttarkeppni uns eitt lið stendur eftir sem sigurvegari. Keppnin felst í því að draga andstæðingana ákveðna vegalengd sem afmarkast af baugjum.

Tillaga hefur verið gerð um eftirfarandi liðstjóra: Lárus, Sveinn Axel, Gunnar Ingi og Eymi.
Keppnisnefnd ákveður með útdrætti eða öðrum hætti hverjir skipa hvert lið.
Liðstjóri hvers liðs ákveður stragetíu og hvort liðsmenn tengjast innbyrðis í beinni línu eða hvort hver liðsmaður tengist beint í tengipunktinn.

Allir eru hvattir til að taka þátt og nauðsynlegt er að mæta með dráttarlínu.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2015 15:47 - 07 maí 2015 17:29 #8 by Sævar H.
Og veðurspáin eins og hún lítur út núna - er bara fín logn að mestu og væntanlega sól og bjart.
Undanfarinn einn og hálfan áratug hef ég verið í einhverju hlutverki á þessum vorróðrardegi- þó ekki nema einu sinni í keppni- þá var ég lang síðastur. Það met hefur ekki verið slegið enn sem komið er- hvað tíma varðar. .
En hef hugsað mér að vera í fjörunni meðan keppni stendur og hafa bara gaman af ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2015 13:09 #9 by SPerla
Ég kem og er til í að bleyta úlfinn!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2015 12:47 #10 by Larus
ég er til i gæslu á sjó

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2015 21:53 #11 by Egill Þ
Það vantar aðstoðarmenn á Vorhátíðina og leitað er að fólki til eftirfarandi starfa:

- Tímatöku og aðstoðarmanni tímavörðs.
- Öryggisvörðum, einum til að sinna gæslu frá landi og tveimur til þremur á kayakum til að sinna gæslu.
- Aðstoð við veitingar

Þeir sem geta aðstoðað eru vinsamlega beðnir að tilkynna um það hér á Korkinum.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2015 19:53 #12 by eva
Super

:silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2015 15:10 #13 by Gunni
Dagskrá hátíðarinnar komin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2015 11:29 #14 by Helga
Það er ekki fortíðin sem skiptir máli Svenni heldur framtíðin og þessi kayak mætir til leiks 9. maí - ekki spurning :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 apr 2015 21:40 #15 by Ingi
það stefnir í met þátttöku miðað við skráningar í róðrardagbókina. í blíðunni undanfarið eru allir sótraftar á flot dregnir sýnist mér. gaman væri að slá allavega keppendafjöldametið. þessi 10 km eru frekar léttur róður og ef að Lárus rekur lestina þá þarf enginn að hafa neinar áhyggjur nema þá kannski ég...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum