Róðrabókin úr Geldinganesinu fyrir árið 2014

25 mar 2015 23:10 #1 by SAS
Ný bls bættist við skráninguna sem nær til 21. mars

Efstu 10 eru;
Row Labels Róðralengd Róðrafjöldi Meðallengd róðurs
Gísli HF 131,2 18 7,3
Sveinn Axel 110,9 12 9,2
Páll R 104,7 12 8,7
Eymi 81 9 9,0
Lárus 78,2 10 7,8
Andri 75,2 10 7,5
Orsi 72,7 7 10,4
Klara 66,4 8 8,3
Gunnar Ingi 64,7 7 9,2
Þóra 64,4 7 9,2

Sjá nánar í excel skjalinu

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2015 18:52 #2 by SAS
Tók aðeins mynd af síðunni sem náði til 7. mars, Róðurinn 11. mars fór á nýja bls. í bókinni

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2015 18:17 #3 by Gíslihf
Varstu ekki með róðurinn okkar 11. mars - 8 km ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2015 16:22 - 14 mar 2015 16:23 #4 by SAS
Uppfærði róðrarbókina í rokinu... til 7. mars

Efstir eru:
Gísli HF 118,2 16 7,4
Páll R 73,7 9 8,2
Sveinn Axel 71,4 8 8,9
Lárus 68,2 9 7,6
Egill 64,4 7 9,2
Andri 62,7 8 7,8
Eymi 61,5 7 8,8
Guðm. Breiðdal 51 6 8,5
Klara 45,9 6 7,7
Gunnar Ingi 44,2 5 8,8
Þóra 43,9 5 8,8
The following user(s) said Thank You: Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2015 11:44 - 03 mar 2015 11:45 #5 by Andri
Nú eru janúar og febrúar komnir í rafrænu bókina.
Gísli HF hefur verið afkastamestur það sem af er árinu og er að stinga af.

Efstu 5 eru:
Gísli HF- 95,2km
Lárus- 56,2km
Páll R- 57,3km
Egill- 52,4km
Sveinn Axel- 51,4km

Nánar hér:
kayakklubburinn.is/index.php/klrinn-main...rabokin-2014-og-2015

Minni svo fólk á að vera duglegt að kvitta og vanda skriftina :)

Kv,
Andri
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jan 2015 20:25 - 02 jan 2015 20:27 #6 by Sævar H.
Þetta er greinilega vel framkvæmanlegt "On-line" Skjölin þurfa að vera tvö -eitt innskráningsrspjald þaðan sem upplýsingar færast yfir á höfuðlista- Róðrarbók - þar sem róðrar allra koma fram eftir dagsetningum. Síðan geta menn , þar .skoðað hvern annan- sem heild eða sig sjálfa. Exel býður upp á allt svoleiðis. En bæði stofnskjölin verða að vera læst -þ.e aðeins verði hægt að færa inn á þau fyrir meðlimi. Þetta Exel skjal "Róðrarbók " getur haft flipa á heimasíðunni.
"Vilji er allt sem þarf" "Gulabókin" í Geldinganesinu getur verið í gangi líka . Við ársuppgjör eru færslur í henni jafngildar... sennilega verða þær ekki margar -ef rafræn færsla verður möguleg.

Takk Ingi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jan 2015 18:37 - 02 jan 2015 19:50 #7 by Ingi
onedrive.live.com/edit.aspx?cid=85F70E9D...1530%21120&app=Excel

þetta er nú bara í gamni gert en það var nú ekki mjög erftitt þó að hægt sé að gera betur
k
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2014 19:37 - 30 des 2014 19:47 #8 by Ingi
Mér finnst það liggja í augum uppi að heiðra þann sem rær mest. Hvernig væri að veita verðlaun fyrir flesta róðra og flesta kílómetra? Skráða í Guluna auðvitað. Og nafnið á verðlaununum segir sig sjálft: Sævarinn fyrir þann sem rær oftast og Gíslinn fyrir þann sem fer lengst..
k
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2014 20:49 - 29 des 2014 20:51 #9 by Andri
Það er gaman að grúska í þessum tölum. Ef róðrabókin er keyrð saman við gagnagrunn veðurstofunnar sést að flestir kílómetrar voru skráðir þegar 10mín meðalvindhraði á Geldinganesi á hádegi var 4-6m/s
Næ reyndar engum veðurupplýsingum úr gagnatorginu eftir 10.okt.

Veit að þetta eru frekar nördalegar pælingar, en svona er maður mikið kayaknörd :)

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2014 15:45 #10 by Sævar H.
Gaman að þessu spjalli . Auðvitað verður ekki neitt úr að svona róðrarbók komist hér á koppinn-á heimasíðunni. En samt hafa vaknað skemmtilegar hugmyndir um gerð svona presónulegrar róðrarbókar. Allar eru nú græjurnar til fyrir svoleiðis. Kayakinn,myndavél,GPS tæki í bland við forvitni á umhverfinu, gefur möguleika á flottri róðrarsögu -skrásettri í rafrænu formi- frá róðri til róðrar. Nú þegar hugur er í manni við að endurvekja af alvöru gamla takta - einn á róðri hér og þar ásamt fiskveiðunum gömlu og góðu-á kayaknum - þá verður ekki hörgull á efni :silly:
Nú bíður maður með óþreyju eftir að þetta ár renni sitt skeið og það nýja taki yfir með spennandi tilveru. :P Sjáumst kannski á gamlársdag :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2014 14:31 #11 by Gummi
Ég er sammála Klöru og að auki finst mér mun persónulegra að skrifa í bók það sem róið er frekar en að pikka í tölvu. Í einum af þeim ágætu samtökum sem ég er starfandi í er svona mætingadagbók á netinu, ég get alveg viðurkennt að daginn sem ég átti að fara að mæta í tölvuna til að skrá hvað ég væri duglegur að mæta (sem var oft í viku) þá fjaraði áhuginn á að mæta í jöfnu hlutfalli við tuðið um að ég skráði mig ekki inn í kerfið. Þetta er fínt fyrir þá sem sitja allan daginn við tölvuna, en fyrir okkur hin sem vinnum með höndunum út um hvippin og hvappinn og erum ekki að lesa tölvupósta allan daginn er þetta ekki spennandi.
Ég mun því halda áfram að skrifa í bókina í Geldinganesinu flest það sem ég ræ.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2014 10:18 #12 by Klara
Skemmtileg umræða hér á korkinum um skráninguna. Er ekki tilvalið að mæta í áramótaróður og ræða þetta betur þar? Kannski verður heimasíðusérfræðingur okkar á staðnum og getur varpað ljósi á einfaldar lausnir. Frábært framtak hjá Andra og Svenna að skrá 2014, aldrei að vita nema að ég bjóði mig fram og taki 2013. Gaman að eiga samantekt yfir árið og jafnvel er þá hægt að skoða vísbendingar um virkni í félaginu okkar á milli ára.

Annars er ég ánægð með gulu bókina góðu og finnst gaman að skoða hana þegar ég mæti í Geldinganesið. Held að það séu meiri líkur að ég skrái róður í þá bók heldur en að kveikja á tölvunni þegar ég kem heim eftir róður enda er ég svo sem ekki að eltast við km...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2014 22:17 - 28 des 2014 22:18 #13 by Sævar H.
Exelskjal sem ber flibba heitið- Róðrardagbók- er ekki flókið fyrirbæri . Það skjal virkaði nákvæmlega eins og núverandi "Róðrarbók" í gámnum. Ræðarar færðu bara á Exelskjalið heima hjá sér að loknum róðri. Exelskjalið væri svo sýnilegt öllum til uppflettingar á rauntíma- hvenær sem er. Í þessa róðrarbók er eingöngu nafn,dagsetning, heiti róðrarhrings og vegalengd- e.t.v tími.
Jú klárlega mundu róðrar manna aukast - þegar svona samjöfnuður er öllum opinn- það er væntanlega af hinu góða- eða hvað ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2014 21:51 - 28 des 2014 21:54 #14 by Gíslihf
Þetta hljómar eins og sumir séu að hita sig upp fyrir að gera áramótaheit um að stunda róðurinn stíft árið 2015 :)
Það verður klúðurslegt að skrifa alltaf nýtt innlegg á Korkinn í hvert sinn sem manni dettur í hug að skreppa á flot og erfitt fyrir aðra að ná yfirsýn um færslur sem renna jafnóðum niður af forsíðunni. Sameiginlegut Kalendar/dagatal er eitthvað sem gæti mætt þessari hugmynd, eins og Google Calendar getur verið sameiginlega fyrir hóp. Var ekki búið að vekja máls á því áður?
Sameiginleg róðradagbók á vefsíðunni eins og hún er nú er líka slæm hugmynd tæknilega séð. Þá verður öll umræða og fræðsla undir síendurteknum færslum eins og "Reri Geldinganeshring réttsælis, ölduhæð 3 metrar, vegalengd 12 km ef ölduprófíllinn er allur tekin með :) "
Ef unnt væri að setja upp "róðrabók" í einu skjali með stýrðu aðgengi til að bæta við og laga eigin færslur - gæti þetta gengið án þess að fylla síðuna af nær eins færslum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2014 14:19 - 28 des 2014 14:21 #15 by Össur I
Get bara ekki hætt að hugsa um þessa hugmynd hans Inga "snildar hugmynd Ingi". Hef lengi verið með í magnaum að hafa fartölvu í aðstöðunni sem menn skrifuðu í, en finnst eiginlega þetta mun hentugara að skrifa bara þegar heim er komið. Þá geta líka allir lesið sem kæra sig um hvað er búið að afreka þann daginn :)
Myndi vilja bæta inn þeim fídus að það væri einnig hægt að skrá róður sem er planaður þar sem öðrum ræðurum væri velkomið að slást í hópinn. Þá gæti ég sem dæmi séð að ég gæti slegist í hóp með t.d. Sveini og Andra sem eru búnir að plana róður föstudaginn klukkan 14:00, eða Lárusi sem hefur planað sull klukkan 16:00 !!
Ekki ólíkt honum að sulla :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum