Félagsróður 13. des

13 des 2014 13:49 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 13. des
Róðurinn var snarpur, tíðindalaus og stuttur, í ANA 10 m/s, hviður 14 m/s og él öðru hverju. Rérum Geldinganes með hálfgerðri Gunnuneskrækju. Takk fyrir róðurinn og félagsskapinn Sigurjón S, Andri, Egill og Eymi

kv
SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 des 2014 09:50 - 12 des 2014 15:48 #2 by SAS
Félagsróður 13. des was created by SAS
Blásum til hefðbundins félagsróðurs á morgun, undirritaður er róðrarstjóri, róðraleið verður ákveðin á pallinum með tilliti til veðurs og þeirra sem mæta í róður.
Það er háflóð kl. 10:43 í Reykjavík. Veðurspáin er sérstök, A 8-10 m/s sem snýst í V10-12 um hádegið, hiti við frostmark. Sem sagt hið besta róðraveður miðað við árstíma. Það verður aldrei svo að við munum hafa vindinn í bakið allan róðurinn? Sjáumst stundvíslega kl 09:30 í Geldinganesinu.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum