Óskað eftir friðlýsingu Akureyjar

15 sep 2014 11:58 #1 by Klara
Það er orðið fullt starf að fylgjast með umhverfismálum sem tengjast okkur og senda umsagnir :-)
Stjórn tekur við boltanum og skoðar hvernig við getum komið okkar sjónarmiðum á framfæri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2014 09:21 - 15 sep 2014 09:21 #2 by Andri
Hér er rætt við fulltrúa Sérferða um þetta mál
www.visir.is/fridlysa-a-akurey-til-ad-ve...rticle/2014709159999

Það kemur á óvart að það sé svona öflugt lundavarp þarna, ég fór í Akurey þrisvar sinnum í sumar og sá lítið annað en máv.
Held að við ættum að minna UST á okkur svo að það gleymist ekki að setja okkur í hóp hagsmunaaðila.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2014 09:18 - 15 sep 2014 09:20 #3 by Gunni
Grein á vísir.is

"Æðadúntakan þarf hins vegar ekki endilega að leggjast af að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns Umhverfis- og skipulagsráðs. „Friðlýsing þarf ekki að þýða að allar mannaferðir á eyjunni verði bannaðar,“ segir Hjálmar."

Hvað má og má ekki, geta þeir ekki haft þetta skýrt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2014 23:25 #4 by Sævar H.
Er ekki búið að friðlýsa Viðey ? Allavega lýsir hún flott friðarsúlan og allir velkomnir þar. :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2014 14:55 #5 by Steini
Er ekki rétt að koma athugasemdum á frammfæri, svo okkar aðgengi verði ekki skert, þar meðal annars talið heimilt til að tjalda til einnar náttar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2014 12:39 #6 by Gunni
Má Örl... tjalda þarna aftur eftir friðlýsingu :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2014 12:38 #7 by Gunni
Fann í fundargerð umhverfis og skipulagsráðs 03.09.2014

"5. Akurey og Lundey, friðun Mál nr. US140049
Lagt fram bréf frá Fuglavernd dags. 12. febrúar 2014 þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg friðlýsi eyjarnar Akurey og Lundey. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu umhverfisgæða dags. 21. ágúst 2014.
Frestað."

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2014 11:57 #8 by Steini
Svo var frændi minn að háfa Lunda þarna fyrir nokkrum árum, sem þótti ekki par fínt þegar túristarnir komu í Lundaskoðunarferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2014 09:01 #9 by Andri
Mig grunar að þetta sé komið af stað eftir þrýsting frá ferðaþjónustu. Nýting æðavarps var boðin út og "æðabændur" tóku sig til og drápu máv til að vernda varpið. Finnst líklegt að dauðir mávar og byssuhvellir hafi farið fyrir bróstið á hvala- og lundaskoðurum. Það verður spennandi fyrir túristann að skoða mávalífið á friðlýstri Akurey í framtíðinni.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2014 08:45 - 12 sep 2014 08:46 #10 by Gunni
"Eyj­an Ak­ur­ey í Kollaf­irði er kom­in í friðlýs­ing­ar­ferli af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar. Á næst­unni verður lögð fram ósk um friðlýs­inguinn..." Sjá frétt á mbl.

Um friðlýsingu: "Samkvæmt lögfræðiorðabók felur friðlýsing í sér opinbera ráðstöfun til að vernda
umhverfi og náttúru sem varðar almenning miklu. Hugtakið að friðlýsa merkir að
banna formlega að einhverju verði spillt."
Sjá : Hvítbók um náttúruvernd

Hvað þýðir þetta fyrir okkur sem róum að eynni?
Hvað þýðir þetta fyrir Mávinn, fær að vera þarna verndaður og spilla öðru fuglalífi ?
Hvað veldur því að það þurfi að friðlýsa eynna?
Veit einhver af henni ?
Hvað er friðlýsing ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum